Núna er ég að spila með nokkrum félögum mínum úr Dixielanddvergunum, en við köllum okkur Einn á Lúðurinn. Við spiluðum á Ömmukaffi og Póstbarnum fyrir jól og stefnum á að spila þar oftar á næstunni. Kannski spilum við á Egilsstöðum þann 14. jan á menntaskólaballi, en það er enn óákveðið. Við spilum lög með Lee Dorsey, Lou Donaldson, Meters og fleiri, í bland við standarda.