Jæja, nú fer ítalski boltinn að rúlla af stað aftur eftir nokkuð langt hlé. Meðan enska deildin fer í gegnum sitt mesta leikjaálag er ítalski boltinn bara í fríi. Þeirra deildarkeppni er nú reyndar fjórum leikjum færri. Mikið hefur verið rætt um það hvaða lið komi til með að hampa titlinum í vor. Mönnum þykir sýnt að það verði eitt af hinum “þrem frægu”, AC Milan, Juventus, Inter og Lazio verði líka með í baráttunni. Svo má ekki gleyma “litla” liðinu frá Verona borg, Chievo, sem hefur liða...