Liverpool náði í kvöld að kreysta fram 1-0 sigur á Auxerre í Frakklandi í einhverjum leiðinlegasta evrópuleik sem sést hefur í sjónvarpi. Og hver skoraði, Owen, Heskey, Baros, Diouf…nei, nei, það þurfti finnska varnartröllið Hyypia til þess að Liverpool næði loksins að setja mark. Ég spyr, hvað er eiginlega orðið af mínu ástkæra Liverpool liði, á ekkert að fara að spila sóknarbolta einhvern tíma fljótlega ????