Jæja, nú hef ég nýlokið því að horfa á alla TOS þættina frá upphafi til enda í réttri röð og tók ég mér 3 mánuði u.þ.b. til að leigja spólurnar í Laugarásvídeó. Reyndar er ég núna búinn að sjá ALLA Star Trek þætti (TOS, TNG, DS9, VOY, ENT). Þannig að ég er í góðum málum að bera saman seríurnar. TOS með Kirk, Spock og Bones í fararbroddi verð ég að segja að sé alveg ótrúlega góð sería með miklu drama, ráðgátum, spennu og húmor. Sterkir karakterar. Þótt TOS sé frá 1967 þá er alveg ótrúlegt...