Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

appel
appel Notandi frá fornöld Karlmaður
1.112 stig
Áhugamál: Geimvísindi, Deiglan, Sci-Fi

Ráðstöfun "Símagullsins" og lok Davíðs (112 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Merkilegt hvað fólk hefur mikið við þetta ráðstöfun að athuga. Ég hef skoðað í hvað þessir peningar, 66,7 milljarðar, fara í, og get ekki sagt neitt annað en að þetta sé allt hið besta mál. HÁTÆKNISJÚKRAHÚS Flestir hafa gagnrýnt þetta “hátæknisjúkrahús”, að það skuli vera eytt peningum í það á meðan ekki er hægt að reka núverandi heilbrigðiskerfi á viðunandi hátt. Svo eru sumir sem vilja bara dæla þessu Símagulli beint inn í reksturinn á heilbrigðiskerfinu….ég spyr nú bara, er ekki í lagi...

Bandaríkin, Kína og framtíðin á Íslandi (42 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 5 mánuðum
UPPVAXTARÁR KÍNA Síðustu ár hefur Kína vaxið mjög hratt og mikið sem iðnríki, og nú er Kína að verða stærsta iðnríki heims, ef það er ekki orðið það nú þegar. Þetta veldur mönnum áhyggjum, þó svo að menn gleðjist yfir betri lífsgæðum kínverja þá eru margir sem benda á að þetta gæti reynst hættulegt, fyrir allan heiminn. Kína er að vaxa sem ríki í öllum skilningi, hermálum, efnahagsmálum og heimsmálum. Kína hefur látið lítið fara fyrir sér í alþjóðamálum, yfirleitt látið aðra um áhyggjur...

Fækkun ráðuneyta, hugmynd sem ber að nýta (17 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Nú eru starfrækt um 13 ráðuneyti á Íslandi og öll misstór. En nú 17. júní kynnti forsætisráðherrann hugmyndir um að fækka ráðuneytum allverulega, og hafa heyrst hugmyndir að fækka þeim alveg niður í 5-6 talsins. Enda nokkuð fáránlegt fyrir svo smáa þjóða hafa svona mörg ráðuneyti. Ég hef lengi gagnrýnt allt rekstrarbálknið í kring um hið opinbera. Alltof mörg ráðuneyti, hvert einasta í sinni eigin byggingu, og allnokkur fjarlægð alltaf á milli ráðuneyta, svo hefur hvert ráðuneyti sinn...

Grúppa í kring um tölvuleiki (4 álit)

í Forritun fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Hæ forritarar Hverjir myndu hafa áhuga á því að vera í svona “Group” eða “hópi” sem myndi samanstanda af nokkrum völdum forriturum, svona 4-6 talsins (fer þó eftir áhuga). Tilgangur hópsins væri sá að einbeita sér að tölvuleikjum, spila þá kannski við tækifæri, en þó aðallega myndi hópurinn styðja hvor aðra í því að læra tölvuleikjaforritun. Athugið. Ég hef engar hugmyndir um að búa til einhvern tölvuleik, ekki nema einhverja einfalda 2D leiki til að læra, heldur frekar til kynnast og læra...

Welcome to Iceland Mr. Bobby Fischer! (52 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Jáhá!! VÁ! Hann er orðinn ÍSLENDINGUR, ekki lengur íslandsvinur, heldur ÍSLENDINGUR. Hann er einn af oss, og enginn svo mikið sem hóstaði þegar það var samþykkt á okkar virta Alþingi, elstu lýðræðisstofnun heims! En þetta mál hefur verið hið furðulegasta frá upphafi, maður hefur verið svona með annað auga á þessum fréttum af honum, aðallega útaf því að Ísland tengist þessu. En atburðarrásin er nokkurnveginn eftirfarandi (eftir minni): - Bobby kallinn stoppaður á flugvelli, þar sem hann var...

Héðinsfjarðargöng (152 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Jæja, nú er búið að ákveða að fara í framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng, og munu þau kosta um 7 milljarða. Þessi göng munu einkum nýtast Siglfirðingum, og einnig Ólafsfirðingum þar sem þessi göng tengjast beint þessum bæjum. Tæplega 1.500 manns búa á Siglufirði, sem þýðir að kostnaður við göngin er rúmlega 4,5 milljónir króna á haus. Reiknað er með að um 200-250 bílar fari um göngin á sólarhring. Margir hafa velt þessu fyrir sér, t.d. hefur verið bent á að önnur brýnni og hagkvæmari verkefni...

Háskólaþorp í Vatnsmýrinni (36 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þó nokkur umfjöllun hefur verið um háskólaumhverfið hér á íslandi, sérstaklega hvað varðar Háskólann í Reykjavík, en fjölmiðlar hafa verið duglegir að fjalla um framtíð hans, og hugsanlega framtíðarstaðsetningu, eftir samruna við Tækniháskóla Íslands. Hefur þeim skóla nú verið boðið land í Vatnsmýrinni og einnig í Garðabæ. Eitt er víst, það vilja allir fá þennan öfluga Háskóla til sín. Persónulega myndi ég vilja sjá Háskólann í Reykjavík í Vatnsmýrinni, það er frábær staðsetning. En eins og...

Duldar hættur í nýtísku mat (27 álit)

í Heilsa fyrir 19 árum, 9 mánuðum
KYNNING Fyrir um 5 árum síðan þá fékk ég vitundarvakningu varðandi matarræði þar sem ég byrjaði að stunda líkamsrækt, síðan þá hef ég öðlast mikla þekkingu og skilning á mataræði, hvað er gott að borða og hvenær. Þessi heimur er algjör frumskógur, og ekki allir sem vilja setja sig lengra út í það en að vita hvað kalóríur, kolvetni, fita og prótein er. En ég ætla ekki að skrifa stóra grein um matarræði, heldur ætla ég að fjalla um “duldar hættur” í mat. Þessar “hættur” eru hráefni, og önnur...

Á að breyta þessu áhugamáli í "SCI-FI" ? (0 álit)

í Sci-Fi fyrir 19 árum, 9 mánuðum

Aðrir SCI-FI þættir (19 álit)

í Sci-Fi fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Nú þegar Enterprise hverfur á braut, á næstu mánuðum, þá mun ekkert nýtt Star Trek efni koma á skjáinn næstu 1-2 árin. Gaman væri að fá tillögur hvað væri hægt að horfa á þangað til nýr Star Trek sería byrjar :) Ég er búinn að vera að horfa á Battlestar Galactica núna undanfarna daga, og ég verð nú bara að segja það að þetta eru stórkostlegir þættir. Þeir eru búnir að hljóta mjög góða dóma frá gagnrýnendum. Reyndar eru þeir doldið ólíkir Star Trek. Annars væri gaman að heyra hvað ykkur...

Gullgrafarageðveikin á húsnæðismarkaðnum (34 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég er bara agndofa yfir ástandinu á húsnæðimarkaðnum, þetta er komið algjörlega út úr öllum raunveruleika. ALLIR ÓÐIR Maður þekkir fólk sem er núna að flýta sér að selja húsnæði sitt á tvöföldu verði, og flytja í eitthvað ódýrt. Góð viðskipti þar og gott hjá þeim. Örugglega margir að gera hið sama, en maður veltir fyrir sér hverjir það eru sem kaupa eignir á tvöföldu verði, miðað við það sem eignin kostaði 4-5 árum fyrr. Ágangur húsnæðissölumanna er svo mikill að foreldrar mínir fá...

Jarðgöng til eyja eða spítala? (173 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég hef nú furðað mig á allri þessari umræðu um hugsanleg jarðgöng til eyja, allur fréttaflutningur af þessu máli virðist einkennast af einhverri bjartsýni og tilætlunarsemi af hálfu jarðgangasinna. Hvaða upphæðir er verið að tala um í þessu efni? Hátt í 20 milljarða? Nei nei nei, að eyða 20 milljörðum í göng sem eru á vægast sagt óstöðugu jarðsvæði (sjá aðsenda grein í morgunblaðinu) er algjört glapræði, og fyrir einhverjar 10 þús hræður? Einfaldast væri nú bara að leggja byggð á þessari...

Í fréttum er þetta helst... (36 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 10 mánuðum
- Hryðjuverkaárás var gerð í Írak í morgun, 20 manns féllu. - Danir gáfu út viðvörun til þegna sinna í Indónesíu um væntanlega hryðjuverkaárás. - Ariel Sharon hefur fyrirskipað öllum embættismönnum sínum að hætta samskiptum við Palestínustjórn. - Halldór Ásgrímsson fyrrverandi utanríkisráðherra, og núverandi forsætisráðherra, gefur frá sér leiðinlega tilkynningu. - Ekkert hefur enn fréttst af franskri fréttakonu sem rænt var í Írak. - Davið Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og núverandi...

Innflutningur á lággjaldaverkafólki (49 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Já, nú er svo komið að það einfaldlega verði ekkert af kárahnjúkavirkjun nema Impregilo fái að flytja inn ódýrari mannskap. Eða, a.m.k. finnst mér fréttaflutningurinn af þessu máli vera. Hver er eiginlega tilgangurinn að hafa verkamannastétt hérna á Íslandi fyrst það er hægt flytja þetta bara inn hræódýrt frá öðrum löndum. Lifum við svona obboðslega hátt að engin veraldleg fyrirtæki geta borgað okkur sæmileg laun? Ég vil nú taka fram að ég er ekkert á móti útlendingum, né að þeir séu að koma...

Enterprise Season 4, taka 2 (14 álit)

í Sci-Fi fyrir 20 árum
Jæja, nú er þetta allt saman að breytast. Vulkans komnir meira inn í þetta, og von á Andorians. Nú fer að sjást í það sem Star Trek er um, samvinnu og geimkönnun. Mér fannst the forge þátturinn bara ansi ágætur, söguþráðurinn er byrjaður að vera flóknari (a.m.k. tveir hlutir í gangi í einu) og tæknibrellurnar sem sýna Vulcan bara ansi svalar. Awakening var bara einn af top 3 enterprise þáttunum sem hafa verið sýndir, maður fylltist af spennu og lítið um “dauðar” mínútur þar sem eitthvað...

Hive - er raunveruleg samkeppni að byrja? (191 álit)

í Netið fyrir 20 árum
Ég sagði og hugsaði “KÚL” þegar ég sá fyrstu auglýsingarnar frá Hive: Ókeypis download. 8, 12 og 20 Mbit hraði! En ég er skeptískur að eðlisfari, og hoppaði ekki alveg upp úr stólnum við þetta, heldur fór ég á stúfana og rannsakaði þetta nánar. Vildi ég fá svör við nokkrum spurningum sem komu upp í huga. 1. Þarf að borga til Símans vegna ADSL tengingar? Nei, ekki þarf að borga neitt! Aðeins þarf að borga til Hive. 2. Stærð útlandatengingar? Að mínu mati doldið stór spurning, því ef Hive er...

Digital Ísland (60 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Jáhá, vá! Æðislegt! Loksins!!! Eða hvað? Nú var farið í skífuna á dögunum og fenginn hjá þeim þessi nýji digital ísland afruglari, og var maður ansi ánægður með það. Kvöldið og Idol keppnin er sýnd þá er farið í að setja hann upp, tengja og svona, lesa leiðbeiningar. En, nú kom doldið upp á, HANN BARA VIRKAÐI EKKI! Ég fór í gegnum setupið á þessum afruglara, og svo í sjálfvirka leit á stöðvum, en EKKERT fannst! Hvaða hvaða dæmi er í gangi hugsaði ég. Fór í gegnum öll stillingaratriði á...

Þórólfur borgarstjóri og olíusamráðið (21 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég er gáttaður á allri þessari umræðu um olíusamráðið, ekki að það sé umræða um þetta heldur hvert, eða að öllu heldur, að hverjum hún beinist. Forstjórar olíufélaganna og þeir sem bera margfalt meiri ábyrgð á þessu samráði geta verið ansi ánægðir þessa dagana, allt fjölmiðlafárið vegna þessa beinist frá þeim, þ.e.a.s. að einum manni, Þórólfi Árnasyni borgastjóra. Þetta er gríðarlega yfirborðskennt, fjölmiðlar eiga að kafa dýpra í þetta mál og upplýsa almenning um hverjir eru höfuðpaurarnir...

Enterprise Season 4 (10 álit)

í Sci-Fi fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ok, fyrir þá sem vilja bíða eftir að hið aldna og stirða RÚV byrji að sýna season 4 ættu að hætta lesa. Nú er búið að sýna fyrstu 2 þættina af season 4, sem eru continue þættir af season 3. Reyndar var season 3 heilt continue season, og mér sýnist að season 4 sé að stefna í það líka. Sjáum til með það. En ég er að velta fyrir mér ýmsum varðandi þessa Enterprise þætti. Ég veit ekki hvar ég á að byrja, þannig að ég byrja bara að telja upp: - Scott Bakula sagði í viðtali einhverntímann við ET...

Olían, upphafið að endalokum? (18 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Fyrir einu og hálfu ári síðan skrifaði ég grein hér á Huga um komandi olíukreppu, “Komandi olíukreppa - stærsta vandamál heimsins!”, lesið hér: http://www.hugi.is/deiglan/articles.php?page=view&contentId=885258 Í þeirri grein ritaði ég: “Á hverju ári eykst eftirspurnin eftir olíu um 7%. Þetta þýðir að árið 2013 mun eftirspurn eftir olíu verða tvöfalt meiri en er í dag. Er þessi 7% tala reiknuð miðað við síðastliðin 10 ár, og þá er ekki tekið tillit til væntanlegrar iðnaðaruppsveiflu í Kína,...

"KÍ lítur á starfsemi heilsuskóla sem verkfallsbrot" (28 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Segir í frétt mbl.is: http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1102406 Mér finnst þetta áhugavert. Þetta er auðvitað mikið hagsmunamál fyrir kennara að börnin hafi ekkert við tímann að gera og séu í raun byrði á foreldra, því þá kemur meiri pressa á yfirvöld um að leysa deilunu. Þannig mætti halda því fram að þetta er verkfallsbrot, og get ég skilið afhverju KÍ vill þetta ekki. Hinsvegar tel ég að það séu tvö réttindamál að slást þarna, verkfallsréttur og sjálfsögð mannréttindi. Ég myndi...

Friends (0 álit)

í Gamanþættir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Úllala :Þ

Erlent niðurhal (97 álit)

í Netið fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Síðan árið 1997 hófu ákveðnar internetþjónustur hér á landi að setja á sérstakt bandvíddargjald, ef farið var umfram eitthvað ákveðið þá var rukkað fyrir það sem var umfram. Þetta var eini möguleikinn til að rukka þessa svokallaða “ofurnotendur” sem voru gríðarlega virkir í sínu niðurhali. Nú er svo komið að þetta er orðinn eðlilegur hlutur af internetinu á Íslandi í dag, og flestallir virðast vera orðnir sáttir við hvernig þessu er háttað og ekkert bendir til breytinga. Þó hefur verið...

Langar að kaupa star trek þætti (8 álit)

í Sci-Fi fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég vil kaupa DS9 (season 6 og 7), TNG (öll 7 season), VOY (öll 7 season). Ég myndi sækja þetta af netinu en það tekur alltof langan tíma, er þessvegna tilbúinn að borga fyrir að fá þetta og myndi ég þurfa að hitta aðilann auðvitað :) þið vitið hvað ég á við. sendið mér skilaboð.

Enterprise, síðari hluti af Season 3 (13 álit)

í Sci-Fi fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með nýjustu þáttunum og eru aðeins að horfa á þættina sem RÚV sýnir ættu að hætta lesningu. Ég er aðeins búinn að vera pæla í Enterprise, ætlaði nú ekki að hafa þetta sem gagnrýnisgrein, en ég gat ekki staðist það. Season 1 og 2: Frjálslegir þættir, of einfaldir, fínar tæknibrellur og farið út í Sulubans og TCW (temporal cold war). Reyndar endar season 2 með því að ráðist er á jörðina og Xindi stríðið byrjar. Season 3: Snýst algjörlega um að finna Xindi og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok