Rakst á athyglisverða frétt á mbl.is núna áðan, en þar er sagt frá því að formúlan sé meðal þeirra íþróttagreina þar sem áhorfstölur frá sjónvarpsútsendingum séu ýktar, oft til muna. Reyndar er ég persónulega á þeirri skoðun að áhorfstölur úr sjónvarpi séu sjaldan réttar, enda erfitt að meta nákvæmlega hversu margir eru að horfa á útsendingu frá ákveðnum viðburði, eða sýningu á sjónvarpsþætti. Þá koma margir þættir inní, eins og hvort horft sé á alla útsendinguna, eða bara part af...