Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Aukaspyrna eða Vítaspyrna?

í Knattspyrna fyrir 21 árum
Ég sá nú ekki þetta atriði sem þú nefnir, en það eru tveir punktar sem ég sé strax. Í fyrsta lagi segirru að þetta gerist inn í teig, og af markmanni, og þá er þetta spurning hvort þetta hafi verið innan markteigs (litli teigurinn inn í vítateiginum), og ef svo er, þá er markmaður nokkuð heilagur þar inni. Í öðru lagi, ef Bergkamp hefur verið búinn að skjóta eins og einhver benti á, er þá rétt að gefa honum annað tækifæri með vítaspyrnu? Það er ekki hægt að dæma á brotið öðruvísi en með...

Re: Fender eða Fender :)

í Hljóðfæri fyrir 21 árum
Það skiptir engu máli með USA og Mexico að því leitinu til að ég held ég fari alveg örugglega með rétt mál að Fender á engar verksmiðjur í Mexico, heldur er Made in Mexico framleiddur í USA, en vegna gæðamála þá sé hann sagður vera framleiddur í Mexico til að sverta ekki Made in USA stimpilinn. Að öðru leyti veit ég ekkert um bassa, sorry :D

Re: Epiphone LP Custom eða Explorer ??

í Hljóðfæri fyrir 21 árum
Fyrir mér skiptir þetta engu máli, epiphone er bara epiphone. En þetta eru annars frekar ólíkir gítarar þannig að enginn getur svarað nema þú sjálfur. Mín tónlist kallar frekar á LP-inn, en það þýðir ekki að þín tónlist geri það.

Re: Frétt í blaðinu um daginn

í Deiglan fyrir 21 árum
Það fer bara ekkert á milli mála að um lík er að ræða, það kemur fram á síðunni.

Re: Frétt í blaðinu um daginn

í Deiglan fyrir 21 árum
Eins og ég sagði þá finnst mér lásinn ágætis lausn, en eins og kemur fram hérna í þessari umræðu þá voru það stjórnendur barnalands sem settu inn lásinn en ekki foreldrarnir! Og þá átti að vera eitt af þeim atriðum þar sem stjórnendur barnalands hafi gert mistök, og því er ég mjög ósammála, mér finnst hreint snilldarleikur hjá þeim. Einnig er umræðan ekkert um hvort minningarsíður séu af hinu slæma eða góða, það er myndbirting á líki sem fer fyrir brjóstið á sumum. Í sambandi við fréttir, þá...

Re: Frétt í blaðinu um daginn

í Deiglan fyrir 21 árum
Ég spyr aftur, ef ég ætti ekki mynd, segjum að húsið mitt brynni til kaldra kola og allar myndir mínar í leiðinni, er þá í lagi að birta myndir af líkinu á barnavef? Þurfum ekki að ræða svona bull, þú myndir hneykslast á því alveg eins og ég.

Re: Frétt í blaðinu um daginn

í Deiglan fyrir 21 árum
Og veist þú, þú þarft ekkert að vorkenna mér, ég er mjög sáttur við mitt viðhorf til dauðans, enda finnst mér lífið æðislegt og ég vil ekkert að það endi, og ef við eigum að fara að tala um líf eftir dauðann þá vitum við ekkert um það, samkvæmt okkar vitneskju er dauðinn endirinn á lífinu, og það er það sem ég forðast væntanlegt mest af öllu. Vissulega er hægt að segja að endalok séu hluti af lífinu, en það eru margir hlutir sem tilheyra lífinu og eru ekkert fallegir fyrir það eitt! Finnst...

Re: Frétt í blaðinu um daginn

í Deiglan fyrir 21 árum
Í þessari setningu kemur hvergi fram að krakkarnir mínir séu einir á netinu, en í sjálfu sér skiptir þetta mig engu máli. Ef þú átt ekki mynd, réttlætir það þá að taka mynd af líkinu og setja það inn á barnavef? Svo veit ég ekki hvað ég get eða hef sagt sem fer svona fyrir brjóstið á þér á meðan þér finnst ekkert tiltökumál að skella inn myndir af líkum barna inn á barnavef.

Re: Frétt í blaðinu um daginn

í Deiglan fyrir 21 árum
GlinGlo, það hálfpartinn lítur út fyrir að þú hafir einhverja “obsession” (kann ekki íslenskt orð) fyrir dauðanaum. Dauðinn í sinni fallegustu mynd? Dauði er aldrei fallegur, það er ekkert gott við dauðann. Dauði er endir á einstaklingi og það er ekkert fallegt við það. Það er lífið, fæðingin, uppvöxturinn sem er fallegt, endirinn er það ekki. En þú verður að átta þig á því að minningarsíðan er ekki umræðuefnið, það hefur væntanlega enginn neitt á móti því, en að birta myndir af líki er ekki...

Re: Frétt í blaðinu um daginn

í Deiglan fyrir 21 árum
Zaluki, svarið sem ég var að senda inn útskýrir gæsalappirnar. Hvenær sagði ég að strákarnir mínir væru einir á netinu? En ég skal samt alveg viðurkenna að ég sleppi þeim nú alveg lausum á barnaland, enda hefði maður talið þann vef vera saklausan fyrir barn að skoða.

Re: Frétt í blaðinu um daginn

í Deiglan fyrir 21 árum
Gæsalappirnar eru aðallega vegna þess að ég þekki ekki þessa sögu nógu vel til að dæma um það hvort ég flokki þetta undir barn eða fóstur. Í mínum huga er munur þarna á og þar sem ég þekki ekki söguna þá kaus ég frekar að hafa barn innan gæsalappa í staðinn fyrir að skrifa fóstur. Ef þetta viðhorf er svona sárt þá hefði nú kannski verið skynsamlegra að setja upp minningarsíðu án mynda í staðinn fyrir að bjóða upp á svona með því að setja inn myndir af líkum á barnavef. Segðu mér svo í...

Re: Frétt í blaðinu um daginn

í Deiglan fyrir 21 árum
Barnaland er engan veginn rétti staðurinn fyrir svona! Auðvitað er í lagi mín vegna að hafa þetta, en óþarfi að hafa myndir af “barninu”. Ég á börn með heimasíður á barnalandi, og eru að skoða síður annara og ég hef engann áhuga á að svona myndir liggi þarna handa þeim. Að hafa lykilorðið fyrir aftan nafnið er í góðu lagi þar sem litlir einstaklingar ættu ekki að vera svo glöggir að geta notfært sér það. Svo skoða krakkarnir mínir allavega aldrei cnn.com eða eitthvað og sjá þannig svona...

Re: átta - einn - einn og óhagstæðar reglur

í Knattspyrna fyrir 21 árum
5 heimsklassa leikmenn?? Það eru soldið fleiri en það kallinn minn.

Re: Tölvugert barnaklám óhjákvæmilegt??

í Deiglan fyrir 21 árum
Mér finnst efnið áhugavert, en spurningin röng. Spurningin á að vera hvort tölvugerðar myndir af þessu tagi dugar þeim mönnum/konum sem eru haldin slíkri hvöt, og láta þá raunveruleg börn í friði? Eða æsa myndirnar fólkið enn meira og þar með búa til raunveruleg fórnarlömb?

Re: Af tollum og álagningum

í Hljóðfæri fyrir 21 árum
Þetta virkaði svona næstum því hjá þér :D Þú ert að biðja menn að versla frekar við hljóðfæraverslanir heima af góðgerðarstarfssemi, það bara virkar ekki. Miðað við verðmun frá music123.com eða musiciansfriend.com og hljóðfærahúsum hérna heima, er engu líkara en að hljóðfærahúsin hérna heima panti af þessum síðu, og selji út úr búðinni sinni með 100% álagningu. Það bara gengur ekki. Eins og sá nefndi hérna fyrir ofan mig, þá eru hljóðfærahús í dag eingöngu að selja þér eitt, það er þjónustu...

Re: Gítarnótur(ekki tab)

í Hljóðfæri fyrir 21 árum
Power tab editor sýnir bæði nótur og tab, getur importað txt tab inn í það ef þú vilt og skoðað nóturnar. Svo er powrtab tab archive með eitthvað af svona lesson-um. http://www.power-tab.net http://www.powertabs.net

Re: Pickup og magnarakaup

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég get ekki mælt með neinum bestu kaupum þar sem ég þekki ekki verðlagið á íslandi í þessu. En með magnarann get ég svarað þér. Magnari samanstendur af 2 mögnurum, fyrst er það pre-amp eða formagnari og hann mótar hljóðið og svo er það power-amp eða kraftmagnari og hann sér um að búa til hávaðann :D Það er alveg sama hversu góðann kraftmagnara þú ert með, ef formagnarinn sökkar, þá sökkar hljóðið. Þannig að aðalmálið fyrir þig er að fá þér góðann pre-amp. Í sumum tilfellum gæti hann fylgt...

Re: pickup cover

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 1 mánuði
Allt sem er á milli pickups og strengja hefur áhrif á rafeindirnar, bara mismikið. Hljóðbreytingin hefur yfirleitt að gera með sustain, í sumum tilfellum bætir cover-ið sustainið þar sem rafeindir geta stundum dempað strenginn, þó yfirleitt sé hægt að laga það með því að færa pickup-inn neðar. Pickup cover á ekki að hafa mikil áhrif, og sumir pickupar eru gerðir fyrir að hafa cover, mjög algengt hjá Gibson t.d. Svo er þetta hárrétt hjá einhverjum sem sagði að cover geti framkallað feedback....

Re: Að tengja gítar í bassa haus...

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 1 mánuði
Sko, ég er búinn að reykja í 15 ár og ég er ekki enn kominn með krabbamein, eru þá reykingar ekkert krabbameinsvaldandi? Það er nokkuð ljóst að bassamagnari er gerður fyrir aðra tíðni en gítarmagnari, og þar af leiðandi er munur. Ég myndi samt halda áfram að spila í gegnum bassamagnarann ef mér fyndist það betra, enda ætti magnarinn alveg að þola það nema hann sé algjört drasl. En það er alls ekki hægt að fullyrða um að það skipti engu máli.

Re: Sambandsleysi?

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þetta hljómar eins og skítur í rofanum til að skipta á milli pickup-a. Ég þekki SG ekki neitt, en í LP er ekkert mál að opna litla spjaldið í kringum takkann sjálfan og spreyja svo á rofann sjálfann þar til gerðu spreyji sem fæst í öllum rafeindaverslunum. Ef þú átt WD-40 þá geturru líka prófað það bara. Svo skiptirru nokkrum sinnum á milli pickupana og þegar olían er búin að hreinsa skítinn út ætti þetta að vera komið í lag. En eitt get ég sagt þér um Gibson og Epiphone, það er að þessir...

Re: Magnarakaup

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það er 110V kerfi í USA en 220V í evrópu þannig að það er augljóst að það þarf spennubreyti til að magnarinn virki. Það er líka hægt að skipta um spennugjafann í magnaranum en þá er orðið vandamál með ábyrgðir og það er væntanlega dýrari aðferð. Allir effectar þurfa spennubreyti þar sem þeir eru ýmist gerðir fyrir 9V eða 12V, multieffectar aftur á móti geta verið gerðir fyrir 110V eða 220V en flestir eru samt sem áður þannig í dag að þú þarft spennubreyti. Ég persónulega myndi ekki kaupa...

Re: Feðgarnir Ferguson; svindl og svínarí ehf.

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég er harður United aðdáandi, en ég geri mér grein fyrir því að Fergusson er ekki allur þar sem hann er séður, það er nokkuð ljóst. Það hefur alltof oft komið upp að leikmannaviðskipti hjá Fergie hafa ekki verið alveg heiðarleg og er það slæmt mál. A.F sem ég neita að kalla sör, má fara mín vegna hvenær sem hann vill, klúbburinn verður bara stærri fyrir vikið, en ég vona að eftirmálar rannsóknarinnar verði ekki mikið meira en háar fjársektir sem verður auddað ekkert mál fyrir man utd :D

Re: Mínus láta ekki kúa sig !

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég trúi því ekki að fólk hérna sé svo einfalt að halda að það eitt að Mínus hafi prófað fíkniefni sé ástæðan á bakvið þetta hjá þeim. Mínus er viljandi að gefa sig út fyrir að vera hart rokkband sem lifir í gömlu rokk og ról ímyndinni, sex, drugs og allt það. Þetta á einfaldlega ekki heima á skemmtanahaldi grunnskólakrakka. Það að Skítamórall hafi viðurkennt neyslu, Bubbi eða hver sem er af þeim sem þið tölduð upp, segjast vera búnir að rífa sig upp úr skítnum, og bölva þessu við hvert...

Re: Meðmæli?

í Forritun fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það er allt í lagi og hreint alls ekkert að því sko, en það er ekkert erfiðara að notast við C++ bók og læra C++, þetta er nánast sami hluturinn sko, nema í C++ er búið að bæta við klösum og fleira skemmtilegu sem er svo ekkert kennt hvort eð er fyrr í 12 kafla, og þá ertu búinn að læra C :D

Re: Meðmæli?

í Forritun fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég ætla að leyfa mér að skjóta inn einni bók um C++ þar sem ég er ekki viss um hvort þú vitir hvað þú vilt :D Hún heitir C++ from the ground up, og er allavega til second edition af henni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok