Þar sem þetta áhugamál er gjörsamlega steindautt þá ákvað ég að skrifa litla grein um lítið hjálpartæki sem tölvunarfræðingar eru sífellt að nota. Það er hinn unaðslegi Modulus. Modulus er afskaplega einfalt þegar maður þekkir það, eins og allt annað náttúrulega, en allur galdurinn á bak við hann er að hann deilir tölum og skilar þér til baka afganginum, ekki útkomunni. Sem dæmi, 4 Mod 2 er jafnt og 0, en af hverju? Jú vegna þess að 4 deilt með 2 er 2 slétt, það er að segja dæmið gengur...