Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Binary framhald (2 álit)

í Forritun fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Nú hafa eflaust allir lesið greinina um Binary, eða Base-2 talnakerfið og ættu að skilja út á hvað það gengur. Þá er komið að því að kynna nokkrar aðgerðir sem hægt er að nota á þetta. Þessar aðgerðir kallast Bitwise operators. Fyrst er það AND, í C málum er operator-inn “&” (vissulega án gæsalappa), nú verður kannski nokkrum ljóst af hverju það þarf að nota tvö & merki þegar það er verið að bera saman, t.d. í if (if (a && b = 0)). Allur galdurinn á bakvið AND er að það er tekið á móti...

Forritunarkeppnin (4 álit)

í Forritun fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Langaði bara að vita hvort hún væri komin af stað eða hætt við hana, já eða bara búin og ég misst af öllu?

Binary stuff og gleði (22 álit)

í Forritun fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Við vitum líklega öll að tölvan geymir öll sín gögn í binary, sem er bara röð af táknunum 0 og 1. Þetta kallast Base-2 talnakerfi, þar sem það er mest hægt að tákna 2 mismunandi tölur með einu tákni. Talnakerfið sem við notum (Tugakerfið) kallast þannig Base-10 (getum táknað 10 mismunandi tölur með bara einu tákni 0-9). Tökum nú smá dæmi um tölur í base-2 kerfinu: 00 01 = 1 00 10 = 2 01 00 = 4 10 00 = 8 Við erum ansi fljót að sjá að í hvert skipti sem táknið 1 er fært um eitt sæti til...

Sorting Algorithms Quick (12 álit)

í Forritun fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Nú er komið algoritma sem er líklega sá besti “overall” sorting algorithmi sem er þekktur. Jamm… við erum að tala um Quick Sort. Þetta er löng grein þannig að drífðu þig að sækja kaffibolla og starta forritunarumhverfinu þínu. Þessi algorithmi byggist upp á að skipta array-inum í tvo búta, einum með lægri tölunum í array-inum og hinn búturinn á þá að hafa hærri tölurnar. Þessum bútum er svo aftur skipt í eins tvo búta og svo framvegis þar til array-inn er sorteraður. Þetta er óskaplega...

Sorting Algorithms – Insertion (7 álit)

í Forritun fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Næsti algorithmi sem ég tek fyrir heitir Insertion Sort. Þetta er álíka einfalt og Bubble Sort, en mun hraðvirkari. En áður en ég útskýri hann, þá ætla ég að benda á tvær leiðir til að gera Bubble Sort hraðvirkari. Ef við skoðum aðeins kódann, þá sjáum við að við erum kannski að fara í sumum tilfellum of oft í gegnum array-inn. Það er náttúrulega lítið mál að breyta því með því að setja inn boolean breytu sem segir okkur hvort við höfum breytt array-inum eitthvað. Ef hann hefur ekkert...

Sorting Algorithms - Bubble (7 álit)

í Forritun fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þar sem ég hef fengið svona gríðarlega flott og góð viðbrögð við greinum mínum um Modulus, kallaður nörd, niðurlægður af stærðfræðingi, einhver snillingurinn kom með betri aðferð til að finna út hvort tala sé slétt eða ekki, og þetta bara í einhverjum 3 til 4 álitum, þá get ég ekki skorast undan því að koma með fleiri greinar. Nú ætla að fjalla um nokkrar þekktar aðferðir til að “sorta” gögn sem við erum að vinna með. Það eru þekktir þó nokkrir mismunandi algorithmar til þess. Ég ætla að...

Modulus spilagaldrar (7 álit)

í Forritun fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Jæja, engin grein hefur enn komið svo þið fáið bara annan skammt af Modulus bulli núna. Annar notkunarmöguleiki, sem hefur kannski ögn meira notagildi en að finna út hvort tala er slétt eða oddatala. Það er að vinna með töflur. En áður en lengra er haldið, þá er rétt að minna á að hægt er að reikna modulus “til baka” þó notagildið sé kannski ekki ýkja mikið, og þó! 13 Mod 3 er einn eins og við fengum út í fyrri grein, ef við deilum með heiltölum (13 div 3 fyrir Delphi notendur) 13 / 3 fáum...

Modulus galdurinn (11 álit)

í Forritun fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þar sem þetta áhugamál er gjörsamlega steindautt þá ákvað ég að skrifa litla grein um lítið hjálpartæki sem tölvunarfræðingar eru sífellt að nota. Það er hinn unaðslegi Modulus. Modulus er afskaplega einfalt þegar maður þekkir það, eins og allt annað náttúrulega, en allur galdurinn á bak við hann er að hann deilir tölum og skilar þér til baka afganginum, ekki útkomunni. Sem dæmi, 4 Mod 2 er jafnt og 0, en af hverju? Jú vegna þess að 4 deilt með 2 er 2 slétt, það er að segja dæmið gengur...

Kóði í grein (4 álit)

í Forritun fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Sælt veri fólkið. Langaði að vita hvort það væri orðið hægt að senda inn greinar sem innihalda kóða án þess að hafa áhyggjur af fokk öppi?

Hliðardrif og dagur 1 (8 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Jæja, ég asnaðist til að ákveða að skipta um þetta blessaða millidrif í Nissan Sunny 4x4 druslunni minni, ákvörðun sem ég á sennilega eftir að sjá eftir alla mína ævi. Þessi saga verður hugsuð sem víti ykkur til varnaðar eða hvað sem fullorðna fólkið segir. Ég byrjaði á því að útvega mér aðstöðu, það tókst með herkjum að plata frænda minn til að lána mér skúrinn undir þetta. Svo kom að búkkunum, einn fann ég í Garðabæ og 3 í Keflavík þannig að það reddaðist líka. Hliðardrifið fékk ég svo í...

Hliðardrif í Sunny (6 álit)

í Bílar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Sælir, er mikið mál að skipta um hliðardrif í Nissan Sunny 4x4? Eitthvað sérstakt sem ber að varast eða eitthvað í þá áttina?

Hjálp með gítarmagnara (8 álit)

í Hljóðfæri fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Sælir, Er með tvær spurningar handa ykkur snillingunum. Ég er með Fender eighty five combo sem á að vera heil 60 wött rms og einn 12“ speaker, en það er pottþétt að helvítið er engin 60 wött. Það er ekki fræðilegur að nota magnarann við hliðina á trommusetti þar sem það heyrist ekkert í mér. Þannig að spurningin er, getur verið að magnarinn sé eitthvað bilaður? Eða hátalarinn? Sem lýsir sér í minni krafti. Hann soundar samt frábærlega sko! Ekki koma með fullyrðingu um að 60 wött dugi ekki...

Íslandssími - Halló (10 álit)

í Farsímar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Sælir. Fyrst ætla ég að taka fram að ég tengist engu fjarskiptafyrirtæki á nokkurn hátt þar sem menn eru umsvifalaust grunaðir um einhver tengsli þegar skrifað er hérna á hugann. Ég ásamt svo mörgum fleiri færði mig yfir til Halló með von um hagstæðari símgjöld. Það gekk reyndar eftir, símareikningurinn minn lækkaði þó nokkuð. En það er annað sem ekki var tekið fram þegar ég færði mig yfir. Kannski best að það komi fram hérna ég er að tala um heimilissíma, en mig grunar nú að það sama eigi...

HTML parser í .NET (4 álit)

í Forritun fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Sælir Getur einhver bent mér á html parser í .NET? Hann má alls ekki krefjast þess að hvíla á formi, líkt og ef ég ætla að nota AxWebBrowser.

Sambandi við mynd (11 álit)

í Forritun fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Einhverjum finnst greinilega Visual Studio.NET Enterprise vera dýrt ef það kostar 200 þúsund kall. Mér finnst það reyndar bara ansi ódýrt. Þetta er náttúrulega atvinnutæki, og hvað þurfa margar aðrar greinar að borga fyrir sín atvinnutæki? 10 millur kannski fyrir vörubíl? Eða gröfu? Tala ekki um tækjabúnaðinn á sjúkrahúsum, hjá gleraugnasérfræðingum, tannlæknum, álfyrirtækjum etc. Mér persónulega finnst þetta allavega ekki svo dýrt, sérstaklega með tilliti til þess hvað er innifalið í pakkanum.

Code snippet, vartölutékk (12 álit)

í Forritun fyrir 21 árum, 9 mánuðum
<p>Það er ansi oft sem forritarar þurfa að athuga hvort kennitala sé gild, til þess er að notað vartölu tékk. Hér kemur sá kóði sem ég nota til þess í C#. Lítið mál ætti að vera að færa þennan kóða yfir í hvaða forritunarmál sem er.</p> <font SIZE=“2” COLOR=“#0000ff”> <p>public</font><font SIZE=“2”> </font><font SIZE=“2” COLOR=“#0000ff”>bool</font><font SIZE=“2”> checkSSNO(</font><font SIZE=“2” COLOR=“#0000ff”>string</font><font SIZE=“2”> sSSNO)<br> {<br> &nbsp;&nbsp;&nbsp; sSSNO =...

Nýr flokkur (12 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
Sælir hugarar. Eru einhverjir hér til í nýjan flokk sem stefnuskráin er eitthvað á þessa leið (auðvitað ópússuð og órædd) *** Evrópumál ****************************** Hefja aðildarviðræður, þegar samningurinn er kominn á borðið er hann sendur til allra heimila landinu sem og skýringar frá bæði hlutdrægum og óhlutdrægum aðilum og svo verður þjóðaratkvæðagreiðsla í kjölfarið. *** Heilbrigðismál ************************ Hvert eitt og einasta heimili á landinu skal hafa aðgang að heilsugæslu með...

Andakílsá (2 álit)

í Veiði fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Sælir Veit einhver hérna eitthvað um Andakílsá? Ég fór þangað um verslunarmannahelgina og varð ekki var við einn einasta fisk. Reyndar var búið að vera grenjandi rigning og rok, áin var vel brún á litin. Þar sem ég kem til með að fara þangað aftur fljótlega, þá væri gaman að vita um hvaða veiðistaðir eru að gefa best, hvaða flugur og svo bara hvernig á veiða hana. Tekur fiskurinn yfirleitt uppi eða niðri t.d. ? Hvaða tími er bestur?

Veiðiaðferðir (0 álit)

í Veiði fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Sælir Þessi könnun vakti mig til smá umhugsunar, ég hélt alltaf að það væri bara til ein aðferð við að veiða á flugu, kasta og draga :) Er ekki einhver hérna til í að útskýra í einu stykki grein hvernig þessar aðferðir eru og við hvaða aðstæður hver hentar betur.

Bleikjan í þingvallavatni (6 álit)

í Veiði fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Sælir hugarar. Ég er farinn að “halda” að allir veiðimenn séu lygarar, hvar og á hvað eru menn að fá þessar stóru bleikjur sem allir eru að tala um í Þingvallavatni? Stærsta bleikjan sem ég hef fengið þarna er 320 gr en svo eru menn að tala um allar bleikjurnar á milli 2 og 4 pund? Er þetta lygi eða er ég að gera einhverja tóma helvítis vitleysu? Ég veiði yfirleitt í Miðfellslandi (foreldrar mínir eiga bústað þar) og undir Kárastöðum, þessi 300 gr bleikja sem ég fékk var undir virkjuninni....

Hljóðeinangrun og dekkjastærð (13 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Sælir hugarar Ég er með Nissan Sunny Wagon 4x4 og finnst óþarflega mikill hávaði í druslunni. Ég var að spá hvort þið hefðuð einhver góð ráð til að bæta hljóðeinangrunina í bílnum? Annað, ég var að spá í hvaða dekkjastærð eigi að vera undir bílnum, ég er núna á 175/65 R14 og í 100 km hraða er ég í rétt rúmum 3000 snúningum sem mér finnst alltof hátt, mér dettur helst í hug að það sé vegna þess að bíllinn sé á of litlum dekkjum, vitiði hvaða stærð á að vera undir svona bíl?

Vaglaskógur (1 álit)

í Ferðalög fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Vaglaskógur er næststærsti skógur landsins, á eftir Hallormstaðaskógi. Þar eru frábær tjaldvæði enda mjög vinsæll staður. Skógurinn er mjög hávaxinn, flest tréin (trén?) ná yfir 12 metra á hæð, þannig að þar er yfirleitt frábært skjól, en maður fær víst ekkert alltof mikið af því hér á landi. Í gegnum skóginn rennur fnjóská, sem er ágætis laxveiðiá, ég og mínir krakkar höfðu mest gaman af því að fleyta kerlingar á henni. Skógurinn sjálfur virkar óendanlega stór og hafa krakkar afskaplega...

Laugavatn (20 álit)

í Ferðalög fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Laugavatn er ansi skemmtilegur staður, þar er einstaklega skjólgott þannig að yfirleitt þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að tjaldið fjúki af manni. Tjaldstæðið er í skemmtilegum skógi, en það var áður niður við vatnið, sem var að mínu mati skemmtilegri staður. Laugavatnið sjálft er frekar lítið, og það rennur í það heitt vatn þannig að það er hægt að synda í því í góðum veðrum. Mér fannst einstaklega gott að fara með vindsængina mína út vatnið í sólbað, einnig ansi gaman að velta...

Fyrsta útileigan (11 álit)

í Ferðalög fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þeir sem hafa áhuga á að byrja að ferðast innanlands, en eru ekki vissir um hvert skal halda í sína fyrstu útileigu, þá get ég hiklaust mælt með Húsafelli. Þar eru frábær tjaldstæði og öll aðstaða til fyrirmyndar, enda með stærstu tjaldsvæðum landsins. Þó vil ég vara þá við sem vilja eiga rólega stund á fallegum stað að forðast Húsafell fyrstu helgina í Júlí, en það virðist vera regla að unglingar hópi sig saman þarna þá helgi með tilheyrandi hávaða og skrílslátum. Samt hafði ég mjög gaman...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok