Þeir sem hafa verið að vandræðast með textaskrár í .NET umhverfinu hafa eflaust lent í vandræðum tengdum íslenskum stöfum og fleira því líkt. Ástæðan fyrir þessu er mismunandi kóðun á stöfunum. .NET notast við UTF-8 sem sjálfgefna stafakóðun sem er mjög gott mál, en vandamálið er að Windows XP og Windows 2000 að ég held, notast við UTF-7 ef Ísland er valið í “regional settings”. .Net inniheldur ágætis aðferð til að styðja flest allar kóðanir, og einfalt mál er að sækja “default” kóðun...