Ég held bara að ég verði að vera sammála Refi98, þó að ykkur hinum finnist það gamaldags hugsunarháttur. En spáið aðeins í þetta, desember er orðin brjálæði og það sem kannski er verra, nóvember líka. Það er verið að hvetja fólk til að byrja að skreyta um miðjan nóvember og svo þegar kemur loksins að jólunum, þá er skrautið bara orðið hversdagslegt og farið að rykfalla. Auglýsingasneplar streyma inn um bréfalúguna og þar er verið að segja okkur að við þurfum að kaupa hitt og þetta og gera...