Þú fyrirgefur, en ég sé ekki hvernig að lítill trillukarl getur staðið jafnfætis Samherja t.d. á uppboði! karl greyið með sína milljón kannski í vasanum, og Samherji með sína milljarða, karlinn getur aldrei boðið hærra en útgerðirnar! Ég var sjómaður í fimm ár, og hef rætt þessi mál fram og aftur við menn í öllum stöðum sjávarútvegsins (útgerðarmenn, skipðstjóra, háseta o.s.f.) og það eru langflestir sammála um það að annaðhvort auðlinagjald, eða bann á framsali kvóta yrði lang farsælasta lausnin