Það hefur verið mikið rætt á Huga um að fá svokallaðan edit takka til að breyta álitum. Sterkustu rökin fyrir honum er að það er hægt að setja athugasemd ef maður grípur í villur, stafsetningar, rit og staðreyndavillur. Að hafa svona virkni er vand-meðfarið því að enginn vill að álit sem hann svarar breytist síðar. Hægt væri að vera með virkni eins og að skoða eldri útgáfur álits eða sýna hvað hefur breyst, en ég held að það sé flóknara en það þurfi að vera. Rökin með eru þó meiri en á móti...