Ég fékk peysu og skyrtu, kíló af nóakonfekti, sturtusápu rsum frá Body Shop, dótabíl með nafninu mínu á, kassa af konfekti frá Mosfellsbakarí og svo e-n mat og nammi frá vinnunni. Er æðislega sáttur, fékk allt sem ég bað um.
Ég verð að vera ósammála flestum hérna, fannst 403 miklu erfiðari en 303. Diffrunin er létt, en allt annað sem tengist föllum er erfitt og hundleiðinlegt.
Pældu samt í því hvað það væri hægt að nota peningana í aðra miklu sniðugri hluti ef velferðarkerfið þyrfti ekki að halda uppi öllum þessum láglaunuðu einstæðu foreldrum og börnum öryrkja. Bara eigingirni að vilja ekki fara í fóstureyðingu þegar maður veit að maður mun þurfa mikla hjálp frá kerfinu við að fjármagna uppeldið.
Það er samt svo svakalega óþægilegt að nota strætó. Fyrst þarf maður að bíða (oft lengi lengi) í óþéttu og köldu strætóskýli, síðan að standa í hálftíma sem er ekkert rosa þægilegt þegar maður er dauðþreyttur með þunga tösku á bakinu og bílstjórinn keyrir oft ekkert svakalega varlega, og loks þarf maður að labba langar leiðir frá strætóskýlinu á áfangastað. Mun betra að setjast upp í bíl sem verður heitur fljótt og leggja nokkra metra frá hurðinni á skólanum. Svo ég tali nú ekki um...
Ég hef reyndar ekki hugmynd um hvort þetta sé vitlaust eða ekki, en persónulega hef ég forsetninguna alltaf fyrir framan fallorðið, finnst setningin e-ð svo röng annars. Það væri gaman að fá að vita hvort það sé e-r regla um þetta.
Ekki ætlarðu síðan að láta þá selja bílinn fyrir þig? Ég myndi hiklaust fara með hann á aðra bílasölu, maður á ekki að eiga viðskipti við menn með svona dónaskap.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..