Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: skreyta??

í Hátíðir fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Ég er búinn að ná í seríur, nenni samt engan veginn að setja þær upp núna, bölvuð leti. En ef ég þekki mig rétt verður herbergið mitt og íbúðin öll fullskreytt áður en langt um líður. Jólaskraut er svo fallegt ^_^

Re: Flugeldar!

í Hátíðir fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Það er fyrst löglegt að selja flugelda 28. desember minnir mig. Þá byrjar þetta allt saman.

Re: Aðfangadagur

í Hátíðir fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Ég sef út, fæ graflax í síðbúinn hádegisverð, horfi eitthvað aðeins á jóladagskránna í sjónvarpinu, og bara slaka á og bíð. Svo fer ég í sturtu eitthvað um fjögur fimm, og í sparifötin og fínerí. Síðan byrjar maturinn um 6, svo eftirmatur á eftir, og pakkar og konfekt á eftir því.

Re: Samræmd próf aflögð og kennaranám lengt.

í Skóli fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Ef því væri sleppt að birta meðaltöl úr hverjum skóla eða landshluta fyrir sig myndi pressa kennaranna kannski minnka eitthvað, þá væri þetta ekki lengur keppni um það hvaða skóli er með hæstu meðaleinkunn. Svo þyrfti “ef þér gengur ekki vel í þessum prófum muntu enda á götunni” viðhorfið að hætta.

Re: Jól :D

í Hátíðir fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Þetta er ekki alveg rétta áhugamálið til að finna fólk sem hatar jólin. Legg til að þú leitir annars staðar.

Re: Samræmd próf aflögð og kennaranám lengt.

í Skóli fyrir 16 árum, 12 mánuðum
En þá þarf samt að hafa eitthvað í lok 10. bekkjar til að bera alla saman.

Re: Heh, good game SMÁÍS.

í Tilveran fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Miðað við það sem ég hef lesið á þessari síðu eru þeir ekki á því stigi að þurfa einhvern samanburð, þetta lítur vel út og það er nóg.

Re: Heh, good game SMÁÍS.

í Tilveran fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Þó það kjósi allir jafninganet breytast niðurstöðurnar ekkert, þetta er ekki ekta könnun heldur bara plat til að sýna árangurinn sem hefur náðst af því að loka IsTorrent.

Re: Nú fer hver að vera síðastur...

í Hátíðir fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Ég tek undir þetta. Næsti sem sendir inn fær gamlársdag, sem er auðvitað bara svalt. Spennandi hver það verður…

Re: Heh, good game SMÁÍS.

í Tilveran fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Þegar IsTorrent var lokað hættu næstum því allir Íslendingar að nálgast kvikmyndir ólöglega. Það kemur vel út fyrir þá því það á að sýna að þessi barátta þeirra virki.

Re: Samræmd próf aflögð og kennaranám lengt.

í Skóli fyrir 17 árum
Já, einmitt… Hvernig eiga þá vinsælustu menntaskólarnir að velja inn nemendur? Að bera saman einkunnir úr skólaprófum tveggja skóla er eins og að bera saman kílómetra og mílur, þetta er hreinlega sitthvor kvarðinn. Ætli þetta þýði ekki að sumir framhaldsskólar þurfi að taka upp inntökupróf, sem er ekkert nema vesen og tímaeyðsla þegar það er hægt að gera þetta í grunnskólanum sjálfum… Gangi þeim líka vel að fá meira menntaða kennara. Meðan launin eru ekki hækkuð er það örugglega bara...

Re: Samræmd próf aflögð og kennaranám lengt.

í Skóli fyrir 17 árum
En hvað með þá sem finnst það stressandi og mikið álag að vinna stór verkefni? Eða kunna námsefnið það vel að þeir nenna ekki að fylgjast með né vinna neitt mikið í tímum en gengur samt vel á prófum? Eiga þeir að þjást og fá jafnvel lægri einkunnir bara því að einhver er með prófkvíða? Það ætti frekar að ráðast að rótum þess vanda og laga hann. Það væri mjög asnalegt að leggja niður lokapróf og byggja bara á kennaraeinkunn. Millivegurinn væri bestur, í staðinn fyrir að hafa 70% lokapróf væri...

Re: Æfingarpróf

í Bílar fyrir 17 árum
Ekki taka prófin hjá tryggingarfélögunum, mér var sagt að þau væru vitlaus. http://us.is/Apps/WebObjects/US.woa/wa/dp?name=okuprof_a_netinu þarna eiga að vera mjög fín próf, allaveganna er þetta aðilinn sem býr þau til. Þau eru falin neðarlega á síðunni, þarft að skrolla smá.

Re: Upphafssíða?

í Tilveran fyrir 17 árum
Já.

Re: Upphafssíða?

í Tilveran fyrir 17 árum
Þá leggur maður bara hinar á minnið! Eða fer með músina yfir, þá kemur slóðin í horninu neðst.

Re: Upphafssíða?

í Tilveran fyrir 17 árum
Huga, að sjálfsögðu. Svo er síða skólans í IE því það stilltist einhvern veginn sjálfkrafa þannig, en ég nota hann ekkert svo mér er sama…

Re: Upphafssíða?

í Tilveran fyrir 17 árum
Ég er með 35 linka í minni linkastiku og hún er rétt rúmlega hálfnuð. Hef bara myndirnar reyndar, engan texta, enda þarf þess ekkert ef maður veit hvaða síður maður er með. Ekkert smá þægilegt. Veit samt ekki hvort það er hægt að hafa þannig í IE eða firefox…

Re: Kundan: 3D Bíó?

í Sorp fyrir 17 árum
Ahh, skil. Það er samt svo gaman að sjá einhvern sem maður heldur að geti ekki neitt, en getur svo lyft heilu háhýsi með litlaputta.

Re: Kundan: 3D Bíó?

í Sorp fyrir 17 árum
Það væri svolítið erfitt að hreyfa sig úr stað ef maður væri 300 kíló, og hetjur í svona myndum þurfa oftar en ekki að hreyfa sig. Svo er það líka svolítil sjónmengun, þeir sem framleiða myndirnar vilja fá sem flesta til að borga sig inn og þess vegna er fólkið í þeim oftast í venjulegum holdum, eða einhver megababes/megahunks.

Re: ég er leið :-(

í Tilveran fyrir 17 árum
Mig langar til Englands =/ Samt, þessi rútína sem þú ert að talaum, það kallast að lifa eðlilega. Það gera þetta allir, maður á ekki að kvarta yfir þessu heldur láta sig hafa þetta, þangað til maður hefur safnað nógu til að komast í frí. Þú ert ekki ein… En af hverju að borga ferðina eftir á? Það er ekki sniðugt…

Re: ATH Jólaljós - Slöngur

í Hátíðir fyrir 17 árum
Ég held að þetta fáist líka í Blómavali og Garðheimum. Veit reyndar ekki hvað þetta kostar þar.

Re: Pakki til Ástralíu

í Tilveran fyrir 17 árum
http://postur.is/Jol/JolSidustuOrugguSkiladagar.html Samkvæmt þessu 4. desember. En auðvitað er best að gera það sem fyrst, til að vera pottþéttur.

Re: Msn nöfn

í Tilveran fyrir 17 árum
±Atli¹ Ekkert í PM…

Re: ´Kennarar og nemendur? hver ræður?

í Sorp fyrir 17 árum
En það er ekki fallegt :(

Re: ´Kennarar og nemendur? hver ræður?

í Sorp fyrir 17 árum
*roðn* Well, maybe I am! Undercover of course…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok