Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Kaup á jólasveinabúningum

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Kannski í leikfangabúðum, er það ekki þar sem maður kaupir búninga almennt?

Re: Jólagjafalistinn í ár

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ég hef bara ekki hugmynd… Á allt sem mig langar í. Bið bara um gjafabréf í Kringluna eða eitthvað.

Re: Jólin Mín

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Fallega skreytt jólatré.

Re: Thad jólalegasta

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Pakkningarnar voru alltaf merktar “Mackintosh's Quality Street” þangað til fyrir örfáum árum, og það hefur bara verið misskilningur hér á Íslandi síðan þetta kom fyrst hingað að þetta heiti Mackintosh, enda mun þægilegra nafn.

Re: Afleiddar myndir sagna og hljóðbreytingar

í Skóli fyrir 16 árum, 11 mánuðum
I hljóðvörp: vani -> venja (a-e) þráður -> þræðir (á-æ) verð -> virði (e-i) koma -> kemur (o-e) fórum -> færi (ó-æ) o, u og ju -> y ú, jó, jú -> ý au -> ey Ef maður þylur orðin upp nógu oft festast þau, mjög þægilegt að muna þetta svona.

Re: Jólatréð á Trafalgar Square

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Á reyndar eftir að fara niður á Austurvöll og athuga það… Efa samt að það sé svona stórt og flott, við erum bara litla Ísland og fáum allt second class.

Re: Disney Christmas Carol

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Er hún ekki alltaf sýnd á aðfangadag á stöð 2? Eða misminnir mig bara svona hryllilega, mér finnst ekki vera svo langt síðan ég sá hana. Þetta er besta myndin sem ég hef séð eftir þessari sögu, gefur manni jólin beint í æð.

Re: Jólatréð á Trafalgar Square

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ehhh, þú veist að London er í Bretlandi, ekki Bandaríkjunum? Við fáum líka tré frá þeim, jólatréð niðri á Austurvelli er gjöf frá Osló, sem er einmitt í Noregi.

Re: Fallega skreytt hús

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Úh já, gerðu það! Ekkert jólalegra en fallega ljósaskreytt hús og torg.

Re: hvað eiga jólagjafir að kosta ?

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Verðið er ekki allt, finndu bara eitthvað sem hann langar í.

Re: Einkatímar í stærðfræði

í Skóli fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Hornaföll og vigrar, línur, hringir og sporbaugar og þannig lagað. Svakalega leiðinleg stærðfræði ef ég á að segja mína skoðun.

Re: Bóklega bílprófið

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
2 og 5, samtals 7. Ef maður fær enga villu í A má maður fá 7 í B, 1 villu í A og 6 í B o.sv.frv. Gengur samt ekki hinn hringinn.

Re: Hjálp

í Netið fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Maður þarf að trúa á þetta. Af öllu hjarta. Þú trúir ekki nógu vel.

Re: Af hverju?

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Já úff, ég myndi ekki fíla það að hætta bara allt í einu að halda jólin. Aumingja börnin sem fæðast inn í votta fjölskyldur =/ Svo fannst mér líka svolítið skrýtið að manneskja sem væri aldrei búin að halda jólin væri stjórnandi á þessu áhugamáli.

Re: Af hverju?

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Það er reyndar svolítið óraunverulegt að það sé til fólk á Íslandi sem heldur ekki upp á jólin, en það er samt til, og foreldrar þínir hefðu alveg getað verið þannig fólk.

Re: Af hverju?

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Vá, ég hélt fyrst að þetta væri satt, þetta er skrifað þannig. Góð saga, á hún ekki að vera með í samkeppninni?

Re: Svart Jólaskraut er VIÐBJÓÐUR!

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Mér finnst þetta svarta jólaskraut ekki beint ljótt, það er alveg ágætis skraut, en jólalegt er það ekki, langt frá því. Sem betur fer er það ekki í tísku í ár (hef ég heyrt, hver ákveður hvort eitthvað sé í tísku eða ekki? Fáránlegt). Mér finnst skrautið í Kringlunni flott, það minnir mig á snjó, sem er mjög jólalegur. Greni með rauðum slaufum og marglitum ljósum er samt alltaf það jólalegasta, ekki spurning.

Re: Jólalög

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
John Lennon - Happy X-mas (war is over) Michael Jackson - Little christmas tree Baggalútur - Það er hátíð fyrir því Baggalútur - Kósíheit par exelans Baggalútur - Sagan af Jesúsi Mistiltoe and wine (veit ekki flytjandann) Have yourself a merry little christmas (veit ekki flytjandann) Blue christmas (veit ekki flytjandann) It is beginning to look a lot like christmas (veit ekki flytjandann) Diddú - Það minnir svo ótal margt á jólin Silent night / Heims um ból (reyndar finnst mér of snemmt...

Re: Thad jólalegasta

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Sá sem byrjaði að framleiða þetta nammi hét Mackintosh, og Íslendingar hafa bara alltaf notað það nafn yfir þetta…

Re: Skóli?

í Skóli fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Verzlunarskóli Íslands, 4. bekkur (2. ár), viðskiptabraut - hagfræðisvið.

Re: Thad jólalegasta

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Það er nammi, fjölbreyttu súkkulaðimolarnir í marglitu bréfunum í fjólubláu/bleiku dósunum. Gengur líka undir nafninu Quality Street.

Re: Thad jólalegasta

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Snjór (eða réttara sagt, snjóleysi), 13 jólasveinar sem setja í skóinn 13 daga fyrir jól, malt og appelsín, hangikjöt, það að við byrjum hátíðarhöldin á aðfangadag, allt neysluæðið í kringum jólin, nóakonfekt og macintosh, man ekki fleira sérstakt. Annars er svo erfitt að finna svona, manni finnst þetta allt svo sjálfsagt.

Re: Hvað fariði í mörg próf ?

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Sjö.

Re: Mörgæs

í Hátíðir fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Það væri reyndar fallegra að segja eitthvað eins og “dreifa” þar sem þetta er nú íslensk síða á íslensku, en það skiptir ekki öllu máli. Flott mörgæs samt.

Re: Jólagjafir....

í Hátíðir fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Ef þeir eiga sér einhver sérstök áhugamál er örugglega endalaust hægt að finna eitthvað sem þá vantar eða bara einhverja skemmtilega smávöru eða gjafavöru tengda því. Þetta týpíska bók, dvd eða tónlist virkar svo auðvitað alltaf, og ef allt er komið í þrot er mjög góð redding að kaupa eins og eina skyrtu, maður á aldrei nóg af þeim, eða bara konfektkassa.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok