Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Jólaljós

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ekkert vonandi, það MUN takast. :)

Re: jólaskap

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Það kemur oftast af sjálfu sér á aðfangadag, matarlyktin, allt skrautið, jólatréð og jólaefnið í sjónvarpinu. Ekki hafa neinar áhyggjur af því að komast ekki í jólaskap, það kemur á endanum :} Heimurinn er samt ekkert að fara að farast þó að maður komist ekki í jólaskap.

Re: ÉG EKKI VILJA

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Mér finnst samt stundum of stutt á milli, t.d. falla áramótin algjörlega í skuggann af jólunum. En þessi árstími er yndislegur, satt er það.

Re: ÍSL 102?

í Skóli fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Nei, núlláfangar gefa ekki einingar (þaðan er nafnið komið, núll) en 102 gefur tvær einingar. Þetta er bara hægferð, maður tekur 6 fyrstu einingarnar í þremur áföngum í stað tveggja, 102, 202 og 212 í stað 103 og 203.

Re: ÍSL 102?

í Skóli fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Nei, maður tekur 202 og 212 á eftir 102. Samanlagt eru þessir þrír áfangar jafngildir 103 og 203.

Re: Enn einn femínistaþráðurinn... sorrí :C

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Vá hvað þetta er gamall og ofnýttur brandari, að þykjast vera feministi og ætla sér að æsa alla upp. Ætli þetta sé ekki einhver ógeðslega fyndinn moggabloggari sem langar að blogga í leyni í smástund og hafa svo frétt um sig á mbl þegar hann loksins segir “allt í plati” og verða frægur? Fáránlegt lið sumt af þessum moggabloggurum… Það versta er svo að fólk trúir þessu.

Re: Stöð 2: Vanhæfni eða virðingaleysi?

í Sjónvarpsefni fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Nei, bara eitt. Eða kannski tvö einhvern tímann. Það er ekki hægt að koma fyrir 4 auglýsingahléum í hálftíma þætti…

Re: Skórinn útí Glugga!!

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Hann kom í nótt.

Re: ÉG EKKI VILJA

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Af hverju ætti einhver að “kúka” á þetta? Fólk má hafa sínar skoðanir, þó að flestum þyki gaman að jólunum er það ekki þannig hjá öllum… Í staðinn fyrir að hugsa um jólin eins og allir, getur þú bara byrjað að hlakka til áramótanna :} Svolítið vanmetin hátíð, svona rétt eftir jólin.

Re: Jól...

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Hættu bara að líta á þetta sem tímatil aðgefa gjafir, hlusta á jólalög, labba um bæinn í sparifötum og allt það. Líttu frekar á þetta sem tíma til að slaka aðeins á frá skólanum/vinnunni, og bara tíma til að vera með fjölskyldunni og borða góðan mat. Eftir allt er það kjarni málsins, þetta jólastúss er komið út í svolítið miklar öfgar.

Re: Flugeldar!

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ójá, satt er það.

Re: Ísabella & jólaþorpið

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Hún er því miður ekki nógu löng.

Re: Pr0sarasögur / Sorparasögur

í Sorp fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Alveg eins. Bara einhverja góða jólasögu, helst fimmhundruð orð, og senda inn sem grein á /jolin. Ekki flókið =D

Re: Pr0sarasögur / Sorparasögur

í Sorp fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Bara eitthvað um jólin. Það er svo margt hægt að skrifa, jólasveina, jólakærleik, jólatré, jólalög, jólaljós, jólakraftaverk og um það bil milljón önnur orð sem byrja á jóla-.

Re: Pr0sarasögur / Sorparasögur

í Sorp fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ef þig langar að skrifa jólasögu er yfirstandandi jólasögukeppni á /jolin :}

Re: Stæ 103 eftir Jón Þorvarðarson ; jólapróf?

í Skóli fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Haha, ég líka. Það væri reyndar gagnlegt að fá námsbækur í jólagjöf, hmm…

Re: Meiri femínismi

í Tilveran fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Er refsivert að drepa feminista?

Re: Bókabúðir ?

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Margar bækur fást líka í Krónunni og Bónus, ætli það sé ekki eitthvað ódýrara en bókabúðirnar.

Re: Þjóðhagfræði 103

í Skóli fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Mér líka. Þetta var svona 1000 sinnum léttara en prófið sem var á netinu.

Re: Þjóðhagfræði 103

í Skóli fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Eru þau ekki inni á upplýsingakerfinu?

Re: Jólakúla á jólatré.

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Þetta er bara gullfiskur, við erum að tala um lífverur sem hafa 10 sekúndna minni. Held að þeir séu ekki að fara að kvarta yfir misnotkun…

Re: Jólakúla á jólatré.

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Þetta er sniðugt. Með loki á toppnum til að gefa honum mat og allt. Samt er þetta ekkert svo jólalegt finnst mér, það væri flott að vera með tugi af svona kúlum út um allt hús allt árið í kring, miklu flottara en fiskabúr.

Re: Jólagjafalistinn í ár

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ég er sammála þér, þetta er oft komið út í það að gefa bara til að gefa eitthvað, og manneskjan hefur engin not eða ánægju út úr gjöfinni. Þetta er ekki það sem jólin eiga að snúast um finnst mér, allt of stór partur af aðventunni fer í að finna gjafir, svo ég tali ekki um veskið. En jólin eru víst hátíð kaupmanna núorðið, ekki hægt að breyta því…

Re: Jólasveinninn kemur í kvöld...

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
En skrýtið, hann hefur alltaf komið aðfaranótt aðfangadags hingað. Kannski hafa þeir ákveðið að flýta þessu um einn dag til að minnka álagið á sjálfum jólunum frá því þessi vísa var skrifuð.

Re: Kaup á jólasveinabúningum

í Hátíðir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Held samt að ég hafi séð fullorðinsbúninga líka í einhverri af þessum nýju dótabúðum. Ojæja.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok