Myrkrið tekur völdin niðdimm vetrarkvöldin. Beittur málmur - stingur - sár (fellir tvö, þrjú sorgartár). Flekka snjóbreiðu í skjóli trjáa rauðir dropar í tunglskini gljáa. Eins og sérhver stjarna kulnar verslast blómið upp og fölnar. Tónverkið á enda, allt þagnar og örvæntingin friði fagnar. Mér finnst það betra svona, en þér? Minna er alltaf meira. Þetta er magnað ljóð, lýsir tilfinningum mínum núna.