Ég verð nú að segja að mér finnst tabs ekkert fyrir heimskingja heldur, og nota ég þau daglega. En hinsvegar getur verið gaman að stúdera tónfræði örlítið, t.d. að sjá hvernig hljómar virka og svona, og þá getur verið gaman að kunna nótnalestur. Gott dæmi um samruna nótna og Tabs, er GuitarPro, en þar eru töbin merkt með ,,strikum", sem segja til um hversu langar nóturnar eru, en það er hægt að sjá ef maður fer í Print, og skoðar þær þar.