Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: ég á ekkert líf

í Rómantík fyrir 24 árum
Vertu þú sjálfur og einhvern daginn hittirðu draumadísina sem elskar þig fyrir það hver þú ert. Ef hún er ekki til í að taka þér eins og þú ert þá er hún ekki nógu góð fyrir þig. Þú getur ekki lifað lífinu þínu með það í huga að þóknast öðrum.

Re: af hverju ég ... ÉG!

í Rómantík fyrir 24 árum
Vertu rólegur, ekki verða of desperat, þeir/þær sem verða of desperat eiga það til að gera hræðileg mistök og krækja sér í stelpu/strák sem er alls ekkert sniðug fyrir þá/þær og þá ertu ennþá verr staddur. Og mundu bara “You can't hurry love, no you just have to wait. She said, love don't come easy it's a game of give and take, you can't hurry love, no you just have to wait, you got to just give it time, no matter how long it takes.”

Re: Gömlu góðu dagarnir!

í Börnin okkar fyrir 24 árum
Þegar ég var lítil þá hlustaði ég á Emil í Kattholti plötuna mína á meðan mamma var að þrífa og taka til. Börn í dag horfa á video á meðan mæðurnar þrífa og taka til. Er einhver munur þarna á? Ég held að lífið sé ósköp svipað, nema bara meiri tækni. Börnin horfa ekkert meira á sjónvarp, eða hlusta á plötur, en foreldrarnir vilja. Það er ekki endalaust hægt að kenna sjónvarpinu um. (PiCatChyou þetta er ekki beint svar til þín heldur bara svona almennar vangaveltur)

Re: Hafið augun opin......

í Börnin okkar fyrir 24 árum
Gangi ykkur vel og vonandi nær hún sér alveg að fullu. En passaðu þig, það getur verið mjög erfitt að láta ekki allt eftir veikum börnum en eins og þú lýstir henni hér fyrir stuttu þá verður þú að passa þig. Gangi ykkur vel, þið eruð í bænum mínum Tzipporah

Re: Takk!!!!!!

í Börnin okkar fyrir 24 árum
Já þegar komið er á huga.is sést að heimurinnn er ekki alslæmur.

Re: Re: Nágrannar.....

í Börnin okkar fyrir 24 árum
Lítil börn eru mjög hrifin af endurtekningum, þess vegna eru Teletubbies alveg einstaklega góðir þættir fyrir þau allra yngstu. Svo er líka ekkert ljótt í þeim. Annars heillaðist litli frændi minn meira af Friends laginu.

Re: Vinátta

í Rómantík fyrir 24 árum
Frænka mín stóð með stelpu sem var lögð í einelti á grunnskóla, í staðin var hún þá lögð í einelti og miklu verra en hin. Hin var hálfpartinn fegin að böðlarnir höfðu einhvern annan að snúa sér að, en gat ekkert gert því að þeir voru enn á eftir henni líka, hún þorði ekkert að gera. Ég held að foreldrar og kennarar þurfi að vera meira vakandi fyrir þessu og binda endi á þetta leið og þeir verða varir við þetta. Frænka mín reyndi að tala við mömmu sína einu sinni, en hún svona eins og mömmur...

Re: Pollýanna

í Rómantík fyrir 24 árum
Pollýanna rúlar!!! Bókin var samt miklu betri, og það er til framhald af henni. Ég get ekki beðið eftir að stelpan mín verði nógu gömul til að ég geti lesið Pollýönnu fyrir hana.

Re: Hjálp Hjálp!!!!

í Börnin okkar fyrir 24 árum
Ég er eiginlega alveg sammála því sem geggi segir hér á undan, en það hefur virkað vel hjá mér að taka þessi börn í fangið og halda þeim þar til þau róast aðeins. Ég hef lent í svona á leikskólanum sem ég vann á og þá tók ég þau í fangið og hélt þeim föstum, ekki of fast svo að þau meiddu sig, bara þannig að þau gætu hvorki meitt sig né aðra. Það virkar fínt að láta þau sitja í fanginu á mér, snúa andlitinu frá mér, krossleggja hendu þeirra yfir magan á þeim og halda í hendurnar. Þannig eru...

Re: Börn bönnuð í vetur

í Börnin okkar fyrir 24 árum
Svona stendur þetta í landslögum.

Re: Hvað er þetta eigilega??

í Börnin okkar fyrir 24 árum
Ég held ekki að þetta sé spurning um peninga, þetta er bara spurning um áhugaleysi. Það kostar ekkert að greiða barninu sínu og þvo það. Og ef að barnið á engin föt til að vera í þá hljóta foreldrarnir að geta fórnað einhverju til að eiga pening fyrir fötum, t.d. hafa ódýrari mat, sleppa áfenginu, taka strætó frekar heldur en að kaupa bensín og margt fl. einhverju til að eiga pening fyrir fötum, ef ekki er hægt að tala við t.d. mæðrastyrksnefnd.

Re: Upp úr svefni...

í Börnin okkar fyrir 24 árum
Maðurinn minn gerir þetta og það er alveg ógeðslega fyndið að hlusta á hann. Systir hans gerir þetta víst líka og þegar hún var að vinna á 118 (símaskrá) þá var kærastinn hennar að fá upplýsingar um hin og þessi símanúmer alla nóttina. Þetta er alveg frábært.

Re: Mæ læf?

í Rómantík fyrir 24 árum
*knús* *knús* Þetta verður allt í lagi! Í sambandi við tómarúmið í hjartanu þínu, þá er það ekki svo tómt þegar strákurinn þinn er hjá þér, er það nokkuð? Kemur hann ekki næstu helgi? Endilega spilaðu tónlist og reyndu að láta þér líða vel þangað til. Tzipporah

Re: Mínar bestu þakkir:)

í Rómantík fyrir 24 árum
Það er gott að geta hjálpað. Gangi þér vel Tzipporah

Re: Lífið og tilveran.

í Rómantík fyrir 24 árum
Hann vissi örugglega hvernig þér leið. Ég held að þeir sem okkur þykir vænt um viti það oftast, þeir finna það á okkur. Við vitum sjálf hverjum þykir vænt um okkur, er það ekki? En ég er alveg sammála þér, allir í Pollýönnuleik!

Re: Re: Snjókast....

í Börnin okkar fyrir 24 árum
Ertu að grínast, það var alltaf mest spennandi ef að bílstjórinn stoppaði og kom út til að öskra á okkur. Þá hlupum við í burtu og þorðum ekki að stoppa fyrr en við vorum komin laaaaaaangt í burtu. Geðveikt adrenalínkikk, til þess var leikurinn gerður.

Re: Re: Ég er hamingjusöm!!!

í Rómantík fyrir 24 árum
Leiðinlegt að heyra með kisuna þína. En ég er sammála þér í að gleðjast og bíð eftir jólunum. Við litli frændi minn erum farin að telja niður… bara 7 nammidagar þar til jólin koma!!!

Re: Re: Óhamingjusamt fólk...

í Rómantík fyrir 24 árum
æ Nala mín láttu nú ekki svona, auðvitað máttu líka deila því slæma með okkur, til þess erum við hér, það er bara ágætt að fá smá gleðifréttir inn á milli. Ég er viss um að ekkert af þessum hamingjuskrifum miðaðist við það að segja að allir ættu að vera hamingjusamir, auðvitað væri það best, en svoleiðis er það ekki. Þér er alveg hjartanlega velkomið að segja okkur frá þegar þér líður illa, hver veit kannski getum við hjálpað. En ég hef nú líka lesið gleðifréttir eftir þig.

Ég er hamingjusöm!!!

í Rómantík fyrir 24 árum
Ég er mjög hamingjusöm. Ekki svo að segja að ég hafi ekki kynnst sorg og erfiðleikum. Síðustu fjögur ár hafa hreint ekki verið auðveld. Stóri bróðir minn greindist með krabbamein páskana '96 og dó svo 4 mánuðum seinna, mánuði eftir það dó svo langamma mín og 6 aðrir á næsta hálfa ári. Tveim árum seinna, eða í ágúst 1998 missti ég svo fóstur, barnið sem ég var búin að bíða eftir. Þetta voru virkilega erfið ár og ég er enn að jafna mig. En í dag er ég gift, ástfangin uppfyrir haus, á litla...

Re: Re: það er ástæða til að vera hræddur um börnin

í Börnin okkar fyrir 24 árum
Það fer nátturlega eftir því hvar í bænum leikskólinn er staddur. Í reglum Leikskóla Reykjavíkur segir að það megi ekki hleypa börnunum út í garðinn nema búið sé að fara yfir hann og skoða hvort allt sé í lagi, ég vann á leikskóla í mjög rólegu hverfi í 4 ár og jafnvel þar kom það fyrir að það fundust sprautunálar og annar viðbjóður. Ég er samt ekki að segja að það eigi bara að halda börnunum inni, en ég myndi ekki hleypa barninu mínu einu út á leikvöll fyrr en í fyrsta lagi um 5 ára.

Re: Er markaðurinn að heilaþvo framtíðina

í Börnin okkar fyrir 24 árum
Ég vil nú ekki kenna ríkinu um allt þetta. Foreldrar eiga nú einhverja ábyrgð. 6 - 10 ára krakkar fara ekki í bíó nema með leyfi foreldra sinna, foreldrar þurfa svo að vega og meta hvað bönin ættu að sjá og hvað ekki. Foreldrar þurfa að kynna sér innihald myndarinnar áður en þau senda barnið í bíó. Ábyrgðin er fyrst og fremst foreldranna. Jú leikföng í dag eru orðin miklu dýrari það er alveg rétt, en laun í dag eru líka orðin talsvert hærri, reyndar hafa laun ekki hækkað jafn mikið og verðið...

Re: það er ástæða til að vera hræddur um börnin

í Börnin okkar fyrir 24 árum
Er strákurinn þinn á leikskóla eða hjá dagmömmu? Ef svo er þá gætir þú reynt að bjóða einhverjum leikfélaganum í heimsókn um helgar eða eitthvað því um líkt. Strákurinn þinn gæti svo líka heimsótt leikfélagann og þegar þú ert farin að þekkja hina mömmuna getið þið jafnvel skipst á að sækja börnin svo að þau geti eytt meiri tíma saman. Þetta er mjög vinsælt hjá krökkunum og góð leið til að eignast vini.

Re: Re: það er ástæða til að vera hræddur um börnin

í Börnin okkar fyrir 24 árum
Jú það er mikið um þetta á leikvöllum bæjarins, meira að segja í rólegu hverfunum. Ég veit t.d. að í leikskólunum niðri í miðbæ þurfa fóstrurnar að tína upp þónokkrar sprautunálar, sígarettustubba og jafnvel mannasaur á hverjum morgni áður en börnunum er hleypt út og ennþá meira eftir helgarnar.

Re: Er Pokemon sniðugt fyrir börnin?

í Börnin okkar fyrir 24 árum
Fjögra ára barn á að hafa vit á því að það getur ekki flogið þó að það sé í leik. Litli frændi minn er 4 og 1/2 og hefur leikið sér í fuglaleikjum síðan hann var ca 2 ára. Hann flýgur oft fram af sófanum og borðum en hann gerir sér grein fyrir að hann getur ekki flogið fram af neinu hærra. Börn sem gera svona lagað eru ekki alveg með öllum mjalla. Fullorðið fólk hefur líka gert álíka hluti, haldið að það sé einhver teiknimyndafígúra, en þá kennir enginn teiknimyndinni um, þetta er bara viss...

Re: Re: Er Pokemon sniðugt fyrir börnin?

í Börnin okkar fyrir 24 árum
Hvað kemur það málinu við að þetta sé japanskt?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok