Ég hafði rekist á þetta einhverntímann áður, áður en ég kynntist Nickelback og já, þetta er vissulega lukkupottur fyrir öll tröllin sem basha hljómsveitina af engri sérstakri ástæðu. Hinsvegar kippi ég mér voðalega lítið upp við þetta, því að þessi tvö tilteknu lög eru, að mínu mati, fínustu lög þó nauðalík þau svo sannarlega séu. Mér finnst kímnin á bakvið það þegar eitt lag er líkt öðru lagi með sömu hljómsveit gerir bæði lögin að rusli alveg stórkostleg. Ég hlusta mikið á hljómsveitina...