Allt gott og blessað með það, en það sem Eli Roth var að reyna flaug greinilega langt yfir hausinn á þér. Eru hetjurnar eitthvað skárri en vondu kallarnir? Þeir fóru sjálfir með fólk eins og söluvöru (hórurnar) og það er eitt af því sem gerir þetta áhugavert, valdaskiptingin. Einnig spurningarnar um hvað fólk gengi í alvöru langt ef það kæmist upp með hvað sem er. Nokkur áhugaverð sjónarhorn á hlutina er það sem reddaði þessari mynd.