Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: double kicker skipti?

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 1 mánuði
Já sömuleiðis… alltaf gaman að spjalla þegar maður á að vera að læra. =o/ Gangi þér vel…

Re: double kicker skipti?

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 1 mánuði
Skil þig … mundi glaður skipta við þig ef ég ætti það sem þig vantaði. En ég á því miður aðeins venjulegan DW double kicker sem er ekki hægt að splitta.

Re: double kicker skipti?

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég veit að það er ekki hægt að láta hann vera 2 single pedala því þú verður að hafa öxulinn á milli til að fá “tilbaka-kickið” frá gormunum og hægri pedalanum. En þú ættir samt að geta notað hann á 2 bassatrommur með því að færa annan kickerinn yfir á vinstri pedalann og lengja öxulinn (eftir þörfum). Skiluru hvað ég meina?

Re: Dodge Viper

í Bílar fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég er alveg að fíla þennan… en ég mundi vilja hafa hann dökkbláan með hvítum röndum. Þá væri hann fyrst ofur-svalur.

Re: double kicker skipti?

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 1 mánuði
En þú átt alveg að geta notað þennan á tvær bassatrommur. Sé ekki betur en að það sé festing fyrir sjálfan kickerinn á vinstra hjólinu… þannig að tæknilega ættiru að geta notað þennan. En þú ert að leita þér að? … tveimur einföldum eða?

Re: double kicker skipti?

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 1 mánuði
Áttu mynd af honum?

Re: vantar rafgítar

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 1 mánuði
Skil ekki alveg… Ertu að tala um að þú viljir fá eitthvað drasl gefins til að gera tilraunir á? eða ertu að leita þér að góðum gítar til að spila (gera tilraunir) á?

Re: yay magnarar :D

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ættir að senda þetta á gaurinn sem gerði korkinn og er að leita sér að magnara. Engar nýjar uppl. þarna fyrir mig, vissi þetta alveg. En málið er náttúrulega bara að finna það sem manni finnst best sjálfur, en ekki láta einhvern ákveða það fyrir sig.

Re: Ég var að koma af sýningunni hjá bíla búð benna

í Bílar fyrir 19 árum, 1 mánuði
Reyndar þá er þetta skv. mínum heimildum 206 RC sem er með 2.0 lítra - 180 bhp vél og miðað við þyngd þá hefur hann alveg erindi í Kvartmíluklúbbinn sérstaklega ef það er eitthvað búið að tuna hann. Ekki koma með komment ef þú veist ekkert um hvað þú ert að tala. Lýsir bara heimsku þinni og þröngsýni og að vera að kalla bíl “RICE” þar sem amk. 1/6 af bílunum þarna inni voru asískir.

Re: Ég var að koma af sýningunni hjá bíla búð benna

í Bílar fyrir 19 árum, 1 mánuði
Veistu eitthvað um hann… svona specs? hvort það er eitthvað búið að fikta við vélina á honum og hvernig þá?

Re: Gmc minn :D

í Jeppar fyrir 19 árum, 1 mánuði
Og þú þykist vera 38 ára? Þú skrifar eins og krakki í 5. bekk í grunnskóla. Ég skora á þig að sýna aldur þinn hér á huga eins og GuNuOli kom inná hér áður. Ef þú þorir því ekki þá ertu bara að skjóta þig í fótinn og þá veit fólk að þetta er allt kjaftæði sem þú ert að senda inn og skrifa hérna.

Re: Ég var að koma af sýningunni hjá bíla búð benna

í Bílar fyrir 19 árum, 1 mánuði
Veit það ekki en ég hef amk. aldrei séð hann á götunni…

Re: Saga Paiste

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 1 mánuði
Gott framtak og ágætlega fræðandi en alveg hrikalega illa skrifað. T.d. er fyrsta málsgreinin alveg óskiljanleg málfræðilega séð. En ef maður færir til nokkur orð og setur niður punkta hér og þar, þá er hægt að lesa eitthvað út úr þessu.

Re: Ég var að koma af sýningunni hjá bíla búð benna

í Bílar fyrir 19 árum, 1 mánuði
Verð að segja að þessi Peugeot olli mér vonbrigðum… var búinn að heyra geðveikar sögur af þessum bíl en svo sé ég þetta (mynd) og ég, eins og ég sagði, varð fyrir hrikalegum vonbriðum. Annars mjög flott sýning og gott framtak en fannst 1000 kall fullhátt verð fyrir þetta.

Re: yay magnarar :D

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 1 mánuði
Já, nú er ég farinn að taka aðeins meira mark á þér. Greinilega ekki eins þröngsýnn og þú virtist vera í fyrstu. En í sambandi við “snobb og ofsatrú” þá má nú líka segja “hver hefur sinn smekk” í þessum málum. Annars held ég að við séum ekkert að fara að leysa nein deilumál hérna. Vildi bara benda einstaklingnum sem sendi inn þessa fyrirspurn að trúa ekki öllu sem honum væri sagt heldur fara, fá að prufa og ákveða sjálfum hvað honum finnst best.

Re: PRS

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þennan: http://www.prsguitars.com/showcase/current/tremontise.html ?

Re: yay magnarar :D

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þetta eru stór orð … og ég efast um að þau standist. Þessi ofur-trú á lampamögnurum er kominn svo langt yfir strikið að það sést ekki lengur. Þetta er eins og ofsatrúar maður að predika um að sín trú sé rétt og allt annað sé bara drasl. Maður verður víst að sætta sig við að það eru alltaf einhverjir svona þröngsýnir í samfélaginu.

Re: hver er munurinn ?

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 1 mánuði
Eins og kom fram einhverstaðar hérna í miðjunni á þessum rökræðum og einnig fyrir neðan (held ég) þá er baritone gítar með örlítið öðruvísi háls sem heldur betur stillingu þegar hann er stilltur svona niður.

Re: hver er munurinn ?

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 1 mánuði
Já, ég sá það… en málið er að þetta er stigið á milli Bass og Tenor. Ekki Bassa og gítar.

Re: yay magnarar :D

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég mundi ráðleggja þér að fara bara og fá að prufa báða magnarana (eða alla þrjá - með þessum DSL sem fólk er að mæla með) og ákveða sjálf/ur hvað hentar þér best. Ekki vera að láta aðra segja þér hvað þú átt að kaupa eða fíla. Be a men! Decide it yourself! ;) Gangi þér vel…

Re: yay magnarar :D

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ok. Gefum okkur það að þetta sé rétt að 40w lampi yfirgnæfi 40w transistor. (þó að ég hafi nú aldrei séð/heyrt neina sönnun fyrir því). Ef ég skil þetta rétt (hér fyrir ofan) þá er verið að tala um 40w DSL og tvo 150w AVT. Þú skalt ekki einu sinni reyna að halda því fram að 40w lampi nái 150w transistor.

Re: hver er munurinn ?

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 1 mánuði
Sæll aftur Þegar ég fór að spá í þessu sem þú ert að segja (baritone sé á milli bassa og gítar) þá áttaði ég mig á því að þú ert örugglega að rugla þessu saman við tónhæðir þar sem Baritone er rödd/tónn sem er milli Bass (bassa tóns/raddar) og Tenor (Tenór tóns/raddar). Mér datt í hug að kíkja aftur inná http://en.wikipedia.org/ … snilldarsíða ef mann vantar að vita eitthvað. Og þar fann ég þetta: Vocal ranges Female ranges Soprano Mezzo-soprano Contralto Male ranges Sopranist Countertenor...

Re: hver er munurinn ?

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þú vilt meina það já… hmmm… ágætis kenning svo sem. En ég er samt á því að þetta sé gítar enda nákvæmlega eins nema með eitthvað örlítið öðruvísi háls til að ráða við stillingarnar (dýpri stillingar). Annars getum við bara sæst á það að vera ósammála.

Re: hver er munurinn ?

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 1 mánuði
Mmm… það finnst mér skrítið. En ok, þetta er kannski stigið á milli en þetta er samt flokkað undir gítar.

Re: hver er munurinn ?

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 1 mánuði
7 strengja átti þetta auðvitað að vera … afsakið
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok