Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Titta
Titta Notandi frá fornöld 26 stig

Re: Fordómar gegn Píanóbarnum

í Djammið fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Fyrir það fyrsta þá vil ég endurtaka mig, islam er ekki bókstafstrú, að manneskja hafi fengið 9,5 fyrir að halda því fram er mér að öllu óskiljanlegt! Þú greinilega hefur ekki kynnst islam mikið þar sem þú heldur því fram að ritgerðin sé í fullu samræmi við það sem vinir þínir hafi sagt þér um sín trúarbrögð. Ég gæti nefnilega alveg sagt hið sama um kristindóminn. Hefur þú ferðast? Veistu nokkuð hversu margir múslimar finnast í heiminum? Að þú skulir stimpla þá alla sem bókstafstrúarmenn,...

Re: Fordómar gegn Píanóbarnum

í Djammið fyrir 22 árum, 7 mánuðum
“Islam er bókstafstrú og þeir sem hana aðhyllast og trúa á þurfa að ganga langt í trúnni. Lítið trúaður Islam maður er sennilega álíka virkur í trú sinni og strangtrúaður Kaþólikki. Þegar trú skiptir þetta miklu máli í lífi einstaklinga, er þeirra helsta lífsmynstur, er auðvelt að láta glepjast af áróðri. …” Bull og vitleysa! Islam er ekki bókstafstrú no. 1! Hvort sem það ert þú eða einhver annar sem hefur skrifað þessi orð, sama er mér, þvílíkt bull og rugl og út í hött staðhæfingar! Konur...

Re: mínar pælingar

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það er ekkert sem segir að sambandið breytist við að gifta sig! Það er mjög einstaklingsbundið hvort fólk breytir hlutum í sambandinu. Það er alveg jafn mikil ábyrgð sem fylgir að halda fjölskyldunni saman hjá fólki sem er í sambúð eins og hjá þeim sem eru giftir.

Re: mínar pælingar

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég held að ég geti nú ekki verið alveg bókstaflega sammála þér. En mér datt allt í einu í hug, þegar ég las þín orð, að ég skil ekki þegar fólk sem er í lélegu sambandi reynir að fiffa upp á hlutina með því að eignast börn í von um að þá lagist allt. Það finnst mér eiginlega enn verr, fyrir alla aðila. Annars er ég búin að vera í sambúð í mörg ár, og er ekki trúlofuð og þaðan af síður á leiðinni upp altarið. Ég veit fyrir víst að við myndum ekki elska hvort annað meira þó að við værum með...

Re: mínar pælingar

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Nú held ég reyndar að umræðan hafi spunnist svolítið út frá pælingum kvenna (út frá heimasíðu Huldu) sem eru ungar og ómenntaðar en langar að eignast (og þær gera það!) börn þrátt fyrir aðstæðurnar, og hins vegar þeirra sem velja að bíða með barneignir. Ég lít öðrum augum á “slysabörnin”. Þar er í flestum tilfellum ekki planlagt að eignast barn, og þess vegna veldur “ástandið” oft ýmsum röskunum. Þar snýst þetta meira um að valið er ekki lengur fyrir hendi og foreldrarnir verða að takast á...

Re: Fordómar gegn Píanóbarnum

í Djammið fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Kóraninn fordæmir líka morðingja! Þannig að morðingjar eru ekki múslimar þar sem Kóraninn fordæmir það. Þú ert ekkert sérlega góður að lesa á milli línanna er það nokkuð? Spurðu almenning, presta, Gunnar í Krossinum hvernig beri að lesa úr orðum Biblíunnar! Fyrir 11. september þá var islam s.s. friðsöm trú í þínum huga?

Re: Fordómar gegn Píanóbarnum

í Djammið fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ótrúlegt hvað þú veist mikið um hvað múslimar trúa þrátt fyrir að þú þekkir enga múslima og hafir að eigin sögn aðeins lesið 20 blaðsíður í Kóraninum. Ótrúlegt líka hvað þú leyfir þér að dæma um kristna sannfæringu þeirra sem tóku þátt í krossferðunum. Samkynhneigðir eru þá ekki heldur kristnir, því að Biblían fordæmir samkynhneigð.

Re: Fordómar gegn Píanóbarnum

í Djammið fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Að því ég best veit er einstaklingur ekki skráður í þjóðkirkjuna fyrren við skírn, kannski er það vitlaust hjá mér. Ef þú varst skírður af presti sem ungabarn, þá telst þú kristinn einstaklingur, sama hvort þú trúir eða ekki. Varðandi flesta múslima þá er trúin hluti af þeirra menningu og þess vegna skiptir þá engu máli þó að nafnið standi í spjaldskrám moskunnar eða ekki. Þú fæðist múslimi, einfaldlega vegna þess að þú hefur ættir þínar að rekja til Muhammeðs, skilst mér. Þú ræður svo (ekki...

Re: Beðið með barneignir

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég var nú líka nokkuð viss um að þessu væri ekki beint persónulega til mín, þess vegna spurði ég einmitt, bara svona til að vera viss og ekki vera bitchy:) Ég skyldi nú tölurnar líka þannig að þetta væru fimm prósent lifandi barna. En mig langar samt að sjá hvaðan tölurnar eru, hvaða lönd, hvaða ár, hvaða þjóðfélagshópar … Reyndar langar mig líka að sjá hvað hlutfallið er hjá lifandi (fæddum) börnum mæðra á aldrinum 16-25, öðruvísi er sennilega ekki hægt að dæma um besta aldurinn ekki satt?

Re: Beðið með barneignir

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
ég vona að þú sért ekki að replaya þessu persónulega á mig af einhverri sérstakri ástæðu. Hvaðan koma þessar tölur? Líkamlega besti tíminn til að eignast börn er í kringum 25 ár (heyrði ég einhvers staðar), þannig að út frá því þá er engu betra að eignast barnið um tvítugt frekar en þrítugt ekki satt? Það er ekki satt hjá þér að egg kvenna eldri en 35 ára séu ekki notuð, það get ég fullvissað þig um:) “mitt point er að maður á að eignast barn þegar maður vill en taka tillit til...

Re: Fordómar gegn Píanóbarnum

í Djammið fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Jæja … Múslimar eru yfirleitt ólíkir kristnum að því leyti að þeir fæðast múslimar. Það er svo yfirleitt, fer eftir hverju landi og kúltúr fyrir sig, þannig að þeir velja hvort þeir lifi “trúað”, veit ekki alveg hvernig ég get orðað þetta. Þess vegna sér maður oft mömmurnar og ömmurnar með slæður en ekki dæturnar. Það er nefnilega á mörgum stöðum sem konurnar velja að setja slæðuna upp ef þær sjálfar hafa valið að lifa samkvæmt kóraninum (þær trúa því sjálfar að þær trúi ekki rétt nema að...

Re: Dagbók Önnu Franks

í Bækur fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það hefur nú reyndar verið sýnt fram á að hún skrifaði ekki sjálf allt sem í “dagbókinni” stendur, heldur hafi pabbi hennar bætt einhverju við þar sem honum þótti við eiga. Þar að auki eru til fleiri en ein útgáfa af “dagbókinni”, misritskoðaðar. Karl faðir hennar ritskoðaði dagbækurnar áður en þær voru birtar og þess vegna vantar ýmislegt í þær. Það er enn verið að vinna úr gögnum sem hafa fundist í gegnum árin varðandi uppruna dagbókanna. Ég er alls ekki að segja að Anna Frank hafi ekki...

Re: Gift eftir Tove Ditlevsen

í Bækur fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Gaman að sjá jákvæða krítik á Tove Ditlevsen:) Þú skrifar að þú munir velja danska bók aftur næst. Má ég þá kannski vera svo frökk að mæla með bókinni Ved Vejen eftir Herman Bang? Bókin er cirka 180 vasabókarsíður og á sæmilega léttri dönsku:) Sú bók er upplifun. Allavega hef ég aldrei áður upplifað að loka bók í miðjum klíðum og þora varla að lesa áfram, langaði varla til þess.

Re: Beðið með barneignir

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Einmitt. Ég þekki dæmi frá nágrannasveitarfélagi Osló (cirka 20 km frá miðbæ Oslóar), tveggja herbergja lítil íbúð á rúm 70000þús. En auðvitað snýst þetta líka um að leita á réttu stöðunum og á réttu tímunum. Ég veit að þetta er svona líka í Köben og Stokkhólmi. Það kostar morðfjár að búa nálgæt einhverju sem heitir centrum í Stokkhólmi (og sú borg hefur jú ekki bara einn miðpunkt). Ég þekki til hjá einum þar sem keypti sér íbúð alveg í einum miðpunktinum þar á 2 mill ísl fyrir fimm árum....

Re: Beðið með barneignir

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Um að gera að prufa:) Hvernig sem fer, þá er það lífsreynsla sem ekki fæst öðruvísi. Börnin hafa líka gott af þessu. Þau læra á nýtt umhverfi, læra að spjara sig sjálf. Og ekki skemmir að þið hafið mun meiri tíma fyrir ykkur sjálf. Þannig að allir aðilar munu njóta góðs af þessu:) Ég myndi nú samt sjá til með húsakaupin, borgar sig sennilega ekki nema þið séuð þarna í minimum fimm ár. En þegar upp er staðið eftir mörg ár þá er það jú mun hagstæðara. Það er svo heldur ekkert langt niður til...

Re: Beðið með barneignir

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
neysluvörurnar eru ekki svo dýrar í Noregi. Það er vel hægt að versla ódýrt þar. Launin eru há, en það er líka yfirvinnubann, sem virkar oftast þannig að þú þarft að taka frí í staðin fyrir þá tíma sem þú hefur unnið exstra. Miðað við á Íslandi þá eru ráðstöfunarpeningarnir ekki ósvipaðir. Flestir á Íslandi láta sig nefnilega hafa það að taka milljón exstra vaktir, og ná þannig að þéna svipuð laun. Þannig að ef á heildina er litið þá er buddan svipuð að þyngd, annar aðilinn hefur bara þurft...

Re: Beðið með barneignir

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
En hækka svo skattarnir ekki eftir fjögur ár? Veit ekki um svæðið sem þú ferð til, en ég veit að húsaleigan í kringum Osló er gígantísk, og hel#!#%! vegatollarnir …. Þegar allt kemur til alls þá munið þið sennilega hafa svipað upp úr krafsinu. En aftur á móti munið þið hafa miklu meiri tíma fyrir ykkur sjálf og börnin, og það er það sem allt gengur út á, og það án þess að vera útkeyrð. Ég hef sjálf búið erlendis í mörg ár og kynnst hvernig svona fjölskylduvæn samfélög virka. Mín reynsla er...

Re: Er eitthvað að því að hugsa um barneign...

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
aaaa… það er alveg rétt að milli 18-40 er “rétti” aldurinn til barneigna. En mér finnst nú samt að ég hafi lesið einhvers staðar að ef konan er að eignast sitt fyrsta barn milli 35-45 ára þá fylgi því nú ýmis konar áhætta.

Re: Beðið með barneignir

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Sammála. Það er alveg rétt að það er sennilega miklu erfiðara að klára menntaskólanám heldur en háskólanám. Eftir því sem lengra líður þeim mun erfiðara er að snúa tilbaka. Ekki hefur það verið auðvelt að lifa af fæðingarorlofinu, plús LÍN, tek það fram að ég er ekki mikill aðdáandi þeirrar stofnunar. Auðvitað “reddast” hlutirnir. En ég er bara ekki þessa “þetta reddast bara” týpan, sem betur fer. Ég vil hafa vaðið fyrir neðan mig, geri mér samt fulla grein fyrir að ég get ekki tryggt mig...

Re: Beðið með barneignir

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Auðvitað ert þú ekkert verra foreldri, ég hef hvergi haldið því fram. En það var samt ekki réttlátt hjá þér að halda því fram að þeir sem velja að mennta sig fyrst og síðan eignast barnið hafi ekki sama tíma fyrir barnið en hinir sem völdu að eiga það í náminu. Fólk sem eignast börn meðan það er í góðri vinnu er nefnilega ekki verri foreldrar. Þú skrifar nú líka núna að þú stefnir að því að fara í nám aftur og ég geri ráð fyrir að þú farir út á vinnumarkaðinn eftir það. Ég vona að þú munir...

Re: Beðið með barneignir

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
ég skrifaði nú líka einmitt að fólk yrði að stóla á hið opinbera, þ.e.a.s. TR. 79.077 kr. (fyrir skatta geri ég ráð fyrir) eru engin stór upphæð, og ekki nóg fyrir einstæða manneskju í leiguhúsnæði. Og þar að auki er ekki góð stefna í samfélaginu ef allir sjá þetta sem lausn, hvaðan koma þessir peningar nefnilega? Ég er alveg sammála að það hentar ekki öllum að háskólamennta sig. En mér finnst nú samt lágmark að fólk, börn, klári menntaskólastigið. Það er nefnilega einu sinni þannig að...

Re: Beðið með barneignir

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
“Ég nenni ekki að fara að hámennta mig eitthvað til þess að sanna það fyrir fólki að nú sé ég tilbúin til að eignast barn” Ég held að það sé heldur enginn sem segir þetta. En að eignast barn er svo aftur annað en að sjá um barn í 20 ár. Menntun er af hinu góða. Menntun opnar ýmsa möguleika. “Ég gæti alveg séð jafnvel fyrir barni núna í dag og eftir 10 ár, ef ekki bara betur.” Hvar sérð þú þig eftir 10 ár? Hvar sástu þig fyrir tíu árum, og ertu í þeim sporum í dag? Það þarf ekki mikið til að...

Re: Beðið með barneignir

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Snýst þetta ekki allt saman um skipulagningu? Það þarf enginn að segja mér það að þeir sem hafa átt börn meðan þeir eru í framhaldsnámi (að ég tali nú ekki um menntaskólastig) hafi ekki þurft að hafa fyrir hlutunum og fórna ýmsu. fólk sem hefur lokið námi getur alveg fórnað eins og aðrir. Ef fólk er ákveðið í að eignast barn að námi loknu þá er ekkert því til fyrirstöðu. Fyrir það fyrsta á maður ekki, ekki svo ég viti allavega, rétt á fæðingarorlofi frá skólanum. Að öðru leyti þá borga...

Re: Íslandsmótið í Taekwondo

í Bardagaíþróttir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég verð bara að endurtaka mig, hugi.is er ekki rétti vettvangurinn til þess. Hefðirðu séð t.d. Árna Johnsen fyrir þér fara að svara fyrir sig á Alþingi hér á Huga síðasta sumar? Það geta líka allir gerst áskrifendur að Mogganum. Það er greinilegt að einhverjir hér inni eru búnir að ákveða sekt viðkomandi í málinu þannig að það skipti engu máli hvað hann segði. Þetta yrðu ansi óréttlát réttarhöld!

Re: Er innflytjendaumræðan á Íslandi að opnast?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Heilmikið til í þessu. Ég aftur á móti sé ekki að það sé vandamál, einfaldlega vegna þess að ég er einlægur stuðningsmaður móðurmálskennslu nýbúa. Það sem ég vildi með greininni var að benda á að staðhæfingar og alhæfingar um að “nýbúarnir leggja gjarnan undir sig hverfi í útjörðum stærri borga og bæja og lifa þar og hrærast í siðum og venjum gamla landsins” standi ekki undir sér. Einfaldlega vegna þess að það er ekki satt frekar en að halda því fram að allir múslimar neiti að aðlagast hinu...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok