Á íslensku má alltaf finna svar og orða stórt og smátt sem er og var, og hún á orð sem geyma gleði´ og sorg, um gamalt líf og nýtt í sveit og borg. Á vörum okkar verður tungan þjál, þar vex og grær og dafnar okkar mál. Að gæta hennar gildir hér og nú, það gerir enginn nema ég og þú.