Líkt og tíðkast á vesturlöndum, eru Japanir óhræddir við að gefa út allskyns dót með þáttaröðum. Ganga þeir jafnvel enn lengra í því en aðrar þjóðir, og oftar en ekki er hægt að fá plastlíkön af öllum helstu karakterum, geisladiska og fatnað með myndum úr uppáhalds anime-inu sínu. Hér er diskur tvö af fimm sem gefin var út í kjölfar þáttana Ichigo Mashimaro.
Ég var búinn að lesa blaðið í vinnunni og ákvað að rifja upp gamla takta og teikna á myndirnar í því. Vann svo “aðeins” með litina í photoshop. Mynd upphaflega af auglýsingu frá Hugo Boss á síðu 7 í Morgunblaðinu þann fjórða janúar.
Já, hér er hún Petoko, eða Fujimura Hatoko, að koma í nýja skólann sinn í fyrsta skipti. Mynd þessi er úr seríunni petopeto-san, sem að sjálfsögðu enginn þekkir.
Flott mynd eftir einn af mínum uppáhaldsteiknurum, sem ég held að heiti Kawata. Endilega leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér, og ef þið munið síðuna hans, þá megið þið gjarnan henda henni inn með, því að ég týndi linknum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..