Gildi mannskepnunnar eru í sífelldri þróun, rétt eins og aðrir þættir tilveru okkar. Sé lögð nægileg áhersla í uppeldi og uppfræðslu á gildi eins og kærleika, sem að mínu viti er það gildi sem myndi gefast mannkyninu í heild hvað best að fara eftir, tel ég ekkert því til fyrirstöðu að þau fái að blómstra. Þeir sem hinsvegar alast upp í aðstæðum þar sem þessi gildi fá lítt að njóta sín, t.d. á svæðum þar sem kúgun, stríð eða gríðarleg fátækt ríkir, fá að sama skapi ekki jafn mikla rækt við...