Ég nota oftast bara feitur með viðeigandi forskeytum (pínu, svolítið, ofboðslega), þybbinn er fyrir mér einhver sem er svolítið feitur um allan líkamann, s.s. ekki bara með ístru, og offita er læknisfræðilegt hugtak yfir þá sem eru akfeitir. Grannur er sá sem er ekki með neitt sjáanlegt spik, og ekki svo stórbeinóttur að hann sé beinlínis breiður. Persónulega vil ég helst tilheyra þeim flokki, þó ég slagi nú í að vera orðinn rangstæður eftir jólamatsflóðið ;)