Sé okkar alheimur hluti af Guði, sem skapaðist eða var skapaður innra með honum, þá er Guð allstaðar í alheiminum. Hann er mengi alls efnis og allrar hugsunar, og er því alvitur og alsjáandi. Alheiminn okkar mætti samkvæmt þessu líkani líta á sem einskonar frumu í lífverunni Guði, sem er stærri en okkar veröld. Þannig getur hann breyst með alheiminum okkar, en samt verið hinn sami, óháður okkar tímarúmi, utan hans.