Jæja, það er nú gott að heyra. Ég nefnilega mundi eftir einni stelpu sem var með mér í MH á sínum tíma sem var sögð era yngri, og ég held að hún hafi því miður átt fáa vini greyið. Það er gott að það er ekki algilt :)
Og hefur þeim tekist að aðlagast félagslífinu? Ég hefði helst áhyggjur af því að það að vera yngri gæti einangrað fólk félagslega í menntaskóla, sérstaklega ef það tekur ekki þátt í vinsælustu iðju menntskælinga: Að drekka sig haugafulla við hvert tækifæri.
ekki taka bara einn dag og bara nuna kem ég máluð í skólann !! Hvers vegna ekki? Ég sjálfur hef nefnilega afskaplega gaman af því að taka upp á því einn daginn að breyta alveg um stíl. Það er miklu skemmtilegra en einhver varfærnisleg vitleysa ;)
Já, það er rétt að við séum í ísöld núna, takk fyrir að benda mér á þetta. Hins vegar er ég þess fullviss að mannkynið þurfi að passa upp á mengun o.þ.h. ef við viljum halda biodiversity-inu (Man ekki ísl.) í því standi sem það er núna. Það er svo annað vandamál að reikna út hvernig það sé best gert til að halda okkur í jafnvægi við restina af vistkerfinu.
Eitt verk í einu, Einar Áskell. Ég vil alveg endilega að lögreglan verði óþörf í framtíðinni, en einhversstðar verður að byrja. Fínt að fá inn skattpeninga af vímuefnasölu í stað þess að dæla þeim út í þessa gríðarlega dýru deild innan lögreglunnar.
Við erum ekki lengur í takt við náttúruna, svo að við verðum að stjórna okkur til að eyðileggja ekki um of jafnvægið náttúrunnar. Við nefnilega smitum svo miklu meira út frá okkur en nokkur önnur dýrategund. Hvað varðar hitakast inni í ísöld væri ég alveg til í að fá link á þá kenningu ef þú átt hann til, hef ekki heyrt af þessu :)
Rosalegur jakki, bindið og skyrtan passa vel við. Ég er ekki alveg jafn viss með gallabuxurnar, og taskan þykir mér alveg síðasta sort… lítur út eins og svona ofvaxið kvenmannsveski :P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..