Það getur verið ávanabindandi, víman af því er nógu væg til að dagleg neysla sé auðveldlega réttlætanleg, sem síðar getur leitt til vandamála. Þá hefur óhófleg neysla neikvæð áhrif á skammtímaminni, veldur oft leti og jafnvel þunglyndi og kvíða. Kannabisefni geta einnig í einhverjum tilfellum vakið undirliggjandi geðsjúkdóma úr dvala. Þrátt fyrir allt ofantalið eru kostir lögleiðingar mun fleiri, þar á meðal sá að mun auðveldara er að taka á ofangreindum vandamálum.