Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TheySeeMeTrollin
TheySeeMeTrollin Notandi frá fornöld 1.414 stig
Atheists believe in the Goddess Athe, who is wise and powerful beyond measure. They are some of the most religious people in the world.

Fundin mynd (15 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Fann þessa mynd í einhverjum bunka um daginn. Hún á meira að segja nafn.

Mindfunk (24 álit)

í Sorp fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Fruss, ég vil ekki fá minnimáttarkennd vegna úlfsins, svo að ég pósta þessu hér. Hún er eftir mig, og gerir suma ringlaða en alla glaða.

Spunaspil (7 álit)

í Spunaspil fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Sammála? Mér finnst þetta nokkuð satt sjálfum.

Í tilefni sumarfrís (17 álit)

í Anime og manga fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Sendi ég inn klassíska strandarmynd. Þið afsakið vonandi gæðin, ég þurfti að minnka myndina umtalsvert til að koma henni hingað.

Nei, nú er mér aldeilis nóg boðið. (18 álit)

í Sorp fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Er syndinni ekki lengur boðið í kaffi hér á sorphaugunum? Hvað varð um lulzið krakkar, er það alveg hætt? Ég er massívt bitur yfir þessu :(

Til lækningar leiknum (14 álit)

í Sorp fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Vafalaust er mörgum enn í fersku minni eftirgerð sem ég sendi inn af mínum verðmætasta .jpg-muni fyrir rúmu ári síðan. Sökum þess hve margir hér á vefnum, og þá sérstaklega þessu áhugamáli, virðast hafa smitast af stökkbreytu leiksins, sem veldur heilaskaða og tröllslegri hegðun, hef ég af einskærri góðmennsku ákveðið að senda sjálfa frummyndina hingað inn. Ég geri mér fulla grein fyrir að við slíkt minnkar verðmæti hennar umtalsvert, jafnvel gríðarlega, en það er fórn sem ég er tilbúinn að...

Svertinginn (2 álit)

í Sorp fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Meðal lærisveina Nasreddins var einn svertingjadrengur, Hamad að nafni. Einu sinni hafði Nasreddinn sett blekbletti í frakka sinni í skólanum og gat ekki náð þeim úr aftur. Kona hans spurði, hvernig á þessum blettum stæði, en Nasreddin vildi ekki játa, að óvarkárni sjálfs hans væri um að kenna, og svaraði: Hamad litli varð á eftir tímanum og kom löðrandi sveittur og hlaupandi í skólann. Hann gekk strax til mín og bað fyrirgefningar á því, að hann varð of sein, og þá hrundu þessir svörtu...

Ertu stjórnandi eða spilari? (0 álit)

í Spunaspil fyrir 15 árum, 5 mánuðum

Út! (19 álit)

í Tilveran fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Já, út með ykkur. Farið að vinna í taninu eða leika ykkur, það þýðir ekki að húka inni í tölunni í svona góðu veðri. Elska ykkur ýkt mikið, Teto :*

Magic Ambigram (22 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Hey-Ó!

Til hamingju Barcelona (21 álit)

í Knattspyrna fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Djöfull er ég sáttur við leik minna manna í Barcelona, höfðu tögl og haldir í 80 mínútur, sem dugði til að tryggja þeim verðskuldaðan sigur. 2-0 lokatölur í þessum leik, og FC Barcelona þí meistarar meistaranna.

Kreppan: Siglir ríkisstjórn Íslands að vari eða feigðarós? (7 álit)

í Sorp fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Nýlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa vakið blendin viðbrögð í þjóðfélaginu. Sú hugmynd að stjórnarflokkarnir bregðist of hægt við kreppunni og afleiðingum hennar eða hreinlega bregðist rangt við, er útbreidd hjá landsmönnum. Ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur í fréttaauka Ríkissjónvarpsins nú fyrr í kvöld eru vís með að vekja frekara kurri meðal kjósenda. Ég læt hér fylgja með upptöku sem ég tók af viðtalinu við forsætisráðherra: http://www.youtube.com/watch?v=ck29uiIM2bc Ég hvet alla til að...

Ég skil þetta bara eftir hérna (23 álit)

í Anime og manga fyrir 15 árum, 6 mánuðum
…?

Víst að? (78 álit)

í Tilveran fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Hérna já, þetta nöldur er um málfar, þið hafið verið vöruð við. Hvernig stendur á því að í æ ríkari mæli verð ég var við orðsambandið víst að í samhengini sem tilheyrir öðru líku orðasambandi, fyrst að? Dæmi: Það virkar ekki víst að hann er með sigðkornablóðleysi; Jói kemst þá líklega ekki víst að Palli er í útlöndum. Rétt væri að segja Það virkar ekki fyrst að hann er með sigðkornablóðleysi; Jói kemst þá líklega ekki fyrst að Palli er í útlöndum. Ég yrði ævinlega þakklátur ef þeir sem...

Beat Konducta vol. 3-4: Beat Konducta in India (0 álit)

í Hip hop fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Madlib vinur vor með ferskan skít að vanda. Mæli eindregið með þessu, instrumental snilld. [youtube]http://www.youtube.com/watch?v=HZ_MYIljuIs

Linger - Audrey Kawasaki (18 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Þessi mynd er eftir listakonu sem ég uppgötvaði nýlega, Audrey Kawasaki. Enn og aftur er það þessi mjúka, lífræna, fljótandi lína sem heillar mig.

Stanley Mouse (7 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Í tilefni af keppninni sem nú stendur yfir langar að mig að skella hingað inn rosa flottum psychadelic poster eftir einn af helstu forsprökkum stefnunnar, Stanley Mouse. Ég er alveg einstaklega hrifinn af þessum frjálsu, flæðandi línum sem einkenna art nouveau og psychadelic tímabilin. Mæli með að áhugasamir kynni sér þessar stefnur, þær eru gríðarlega fallegar.

Þema 37 - Skömmu eftir sólarupprás við Móskarðshnjúka (7 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Tússlitir.

Hjálp við myndvinnslu (3 álit)

í Grafísk hönnun fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Komið þið sæl og blessuð. Þannig er mál með vexti að ég hef ekki greiðan aðgang að Photoshop á fartölvunni minni, og ekki efni á að kaupa mér nýjan skjá til að tengja við borðtölvuna, þar sem ég geymi Photoshopið mitt. Ég yrði því ævinlega þakklátur ef einhver góð sál gæti séð sér fært að hreinsa stafi af mynd sem ég teiknaði aftan á skrifað blað og næ ekki að skanna nema bannsettur textinn sjáist í gegn. Skv. minni reynslu af photshop er þetta ekki erfitt verkefni, en allsendis ómögulegt að...

Tilgangur þessarar bloggfærslu er ótvíræður. (0 álit)

í Forsíða (gamla) fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Lágnættið kraup niður að sléttu vatnsborðinu og speglaði í því stjörnurnar.

Stuttur krakki (0 álit)

í Forsíða (gamla) fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Síður makki.

Drekkið mjólk (12 álit)

í Húmor fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Mjólk er holl og góð, og fjöldinn allur af markaðsherferðum og auglýsingum verið gerðar í hennar nafni. Þetta verður þó að teljast með þeim …undarlegri.

Aðrar beiðnir á fésbók (5 álit)

í Tilveran fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Þetta dæmi er alveg voðalegt. Fyrir hið fyrsta opnast þetta alltaf í sama glugga og maður er að nota, sem er náttúrulega algjörlega ómögulegt, og þar að auki þarf maður í meirihluta tilfella að dreifa þessari andskotans plágu enn frekar ef maður vill taka þátt, þ.e.a.s. senda á fleiri vini. Þetta er eins og sífelldur straumur af andskotans keðjubréfum, sem eins og allir vita eru óþolandi fyrirbæri. Ég veit að ég þarf ekki að svara þessum gyllinæðarboðum, en þau eru fyrir og fara í taugarnar...

Misskilningur hjá stjórnendum? (5 álit)

í Myndlist fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Það virðist sem stjórnendur hafi gleymt að líta á könnunina áður en þeir settu inn nýja þemað. Eins og glögglega má sjá á síðustu könnun um næstu þemu nutu þrjú þemu meiri vinsælda en tilfinningaþemað, en það eru Psychadelic með 18% og Teiknað eftir ljósynd að vali stjórnenda og Gömul goðafræði með 14% hvor. Hefði ég ekki verið í burtu frá internetunum yfir páskana hefði ég að sjálfsögðu minnst á þetta fyrr, en ég vil engu að síður biðja ykkur að leiðrétta þennan misskilning þótt seint sé í...

Risaeðlan með svörin. (13 álit)

í Sorp fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Jafnvel klukka sem gengur ekki, er rétt tvisvar á dag. …ef einhver er ekki sleipur í enskunni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok