Hreyfir mig himinbláminn hugsana til, hvaðan þær koma get ég ekki sagt til. Stundum þá streyma þær líkt og stórfljót, en myrkrið og kuldinn festa það fljót í klakabrynju. Ég get ekkert skrifað nema undarlegar orðaflækjur, nánast óskiljanlegar. Stuttar og strjábýlar, aftur það sama og síðast og þar á undan. Og svo er alltaf mest að gera á þessum tíma ársins, andskotinn hafi það. Já, djöfullinn sjálfur hirði öll þessi ritunarverkefni. Maður er við það að missa vitið yfir þessu. Þetta er...