Ég var að passa fyrir systur mína og tvær vinkonur mínar voru með mér. Ég er eitthvað inn í eldhúsi og allt í einu hringir gemsinn minn og ég sé nafnið á númeri annarar vinkonu minnar blikka í skjánum og svara símanum og segi strax ,,þú ert ansi." Og þá svarar mamma hennar og segir: ,,Ha? Er ég asni?" Og ég segi bara ,,ó, guð fyrirgefðu! Hélt að þetta væri einhver annar. Og við hlóum eins og hálvitar af þessu. Hvað finnst ykkur? Eða var þetta kannski svona had to be there moment?