Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TheGreatOne
TheGreatOne Notandi síðan fyrir 18 árum, 8 mánuðum Karlmaður
1.318 stig

Re: Lokun istorrent, heimska????

í Netið fyrir 17 árum
Næturvaktin er ekki það eina sem að Stöð 2 sýnir. Annars er það nokkuð augljóst að niðurhal á kvikmyndum, tónlist, tölvuleikjum og öðru hefur áhrif á tekjur þeirra sem að baki efnisins standa. Það er ekkert leyndarmál að ásókn í kvikmyndahús hefur minnkað undanfarið ár á meðan framboð á niðurhöluðum kvikmyndum eykst. Ég er ekki að segja að öll vandamálin leynist í torrent og DC, heldur að þessar leiðir til þess að nálgast þetta efni hafa áhrif og þetta er barátta sem að framleiðslufyritæki...

Re: Lokun istorrent, heimska????

í Netið fyrir 17 árum
Ég þekki þó nokkra aðila sem að eru ekki áskrifendur haf hinum ýmsu sjónvarpstöðum vegna þess að þeir hafa aðgang að því efni sem þeir hafa áhuga á, á síðum eins og torrent.is Það hefur hvergi sýnt sig að niðurhal sé að drepa tónlist. Fyrir utan hlutann sem sýnir niðurleið sölu á tónlist undanfarin ár? Enginn iðnaður hefur tekið jafn stórt högg og tónlistariðnaðurinn undanfarin ár og sala á tónlist hrakað gífurlega, niðurhal spilar þar einhverja rullu.

Re: Lokun istorrent, heimska????

í Netið fyrir 17 árum
Stöð 2 vilja ekki leggja niður áskriftargjöldin, fólk borgar fyrir þetta og þeir græða pening. Töluverður fjöldi fólk borga þessi áskriftargjöld og þeir myndu aldrei segja nei við þá peninga sem því fylgja. Hinsvegar græða þeir ekkert á fólki sem niðurhalar þáttunum og borgar ekki áskriftargjöldin.

Re: Lokun istorrent, heimska????

í Netið fyrir 17 árum
Þú gleymir algjörlega að taka það inn í dæmið að Skífan þarf að flytja inn allar þessa vörur, sem kostar drjúgan skilding, og svo þarf hún að leggja ýmis gjöld á vöruna samvkæmt lögum. Einnig er Amazon.com vefverslun sem að getur leyft sér að vera ódýrari en flestir endursöluaðilar. Það er líka fáranlegt að bera saman Bandaríkin og Ísland þar sem að þetta eru tveir algjörlega ólíkir markaðir á alla vegu… Ekki að ég sé að verja Skífuna eða BT, dýrustu raftækjaverslanir landsins oft á tíðum.

Re: Lokun istorrent, heimska????

í Netið fyrir 17 árum
Af því að þeir eru að taka frá þér rétt til þess að niðurhala efni, ólöglega, á þeirra kostnað? Þú ert hálfviti.

Re: Lokun istorrent, heimska????

í Netið fyrir 17 árum
Þetta er ósköp einfalt. Þetta sker í innkomu framleiðslufyrirtækja og sjónvarpsstöðva. Fólk bæði sleppir því að gerast áskrifendur af sjónvarpsstöðum og að kaupa DVD vegna þess að það getur náð í þetta efni frítt á síðum eins og Torrent.is - Með þessu móti rennur enginn gróði til þeirra sem að efninu standa og þar deyr tilgangur þess að framleiða og selja sjónvarpsefni og kvikmyndir. Þetta er barátta sem þessi fyrirtæki verða að halda uppi því að þetta er þeirra tekjuleið og svo einfalt er...

Re: Hvað langar þér í í Jólagjöf ?

í Tilveran fyrir 17 árum
Reyndar er ég sammála þér þar… Ég geri engar kröfur til síma svo lengi sem að hann sendi og taki við símtölum og skilaboðum og líti þokkalega út og slíkir símar kosta slikk. Þarf nú reyndar að fara að endurnýja þar sem að minn núverandi GSM sími er heldur betur farinn að láta á sjá enda búinn að nota hann síðan 2002.

Re: Hvað langar þér í í Jólagjöf ?

í Tilveran fyrir 17 árum
Það er mjög gaman að kaupa. En þegar að þú ákveður að endurnýja 10 ára gamalt Manchester United úr að þá er það varla kaupæði… En hey, úrið fer enn upp í hvert sinn sem ég horfi á leik! Enda happa úr!

Re: Litir á Wii hulstrum

í Leikjatölvur fyrir 17 árum
Þú meinar, hélt þú værir að tala um DS :)

Re: Hvað langar þér í í Jólagjöf ?

í Tilveran fyrir 17 árum
Gamla úrið mitt gekk enn þá þegar að ég fékk mér nýtt og hætti að nota það, gerir það mig að slæmum manni? Nýja úrið gengur ekkert betur og það segir mér tímann jafn vel og það fyrra, mig langaði samt að endurnýja.

Re: Litir á Wii hulstrum

í Leikjatölvur fyrir 17 árum
DS er region free, þarft ekki að passa þig á því að kaupa bara leiki frá Bandaríkjunum, enda kemur NTSC og PAL þessu ekkert við.

Re: MARIO GALAXY

í Leikjatölvur fyrir 17 árum
Hreint út sagt… frábær. Kominn með tæpar 100 stjörnur og ég mun halda áfram þangað til að ég klára. Algjör stjarna, leikur ársins.

Re: Guð er nú meiri jólasveinninn

í Dulspeki fyrir 17 árum
I ain't none hero!

Re: Ipswich á hraðri niðurleið

í Manager leikir fyrir 17 árum
Ég lauk við mitt þriðja tímabil sem Ipswich í FM08 í gær og hefur gengið bara verið nokkuð gott. 07/08 = 4. sæti í Championship (tapaði í undanúrslitum umspilsins) 08/09 = 1. sæti í Championship 09/10 = 16. sæti í Premier Division Í fyrsta lagi, vertu duglegur að nota Danny Haynes. Drengurinn skorar grimmt í Champ. en er þó ekki alveg jafn sprækur í Premier. Ekki spila stutt, notaðu langa bolta og þéttu varnarleikinn. Vertu með DM, sérstaklega á móti sterkum liðum. Svosem ýmislegt sem þú...

Re: Guð er nú meiri jólasveinninn

í Dulspeki fyrir 17 árum
Vill jesú að fólk sé með dónaskap og dólgslæti? Ef að þú myndir, ó ég veit ekki, kynna þér manninn þá þyrftir þú ekki að spyrja heimskulega (þá gætirðu líka slept því að skrifa heimskulegar greinar). Ég gef þér þó stig fyrir að minna okkur á að jólin eru á næsta leiti með því að koma með jólalegan titil. Og í anda gleðskapsins sem þeim skal fylgja ætla ég að gefa þér hugmynd um hvernig þú getur betrumbætt undirskrift þína enn frekar! Þú ert náttúrulega nú þegar kominn með gullmola eins og...

Re: Guð er nú meiri jólasveinninn

í Dulspeki fyrir 17 árum
Þú ert duglegur að draga fram spurningar upp úr lausu lofti… Hér er ein… Er það krafa að menn séu hálfvitar áður en þeir senda inn pistla á Hugi.is? Og þó.. Kannski er þessi spurning ekki svo vitlaus eftir allt saman.

Re: Guð er nú meiri jólasveinninn

í Dulspeki fyrir 17 árum
*Ég rétti upp hönd* - Ekki samt halda að ég ætli mér að halda áfram að “role-play'a” við þig, fíflið þitt.

Re: Arsenal 2 - 2 Manchester United

í Knattspyrna fyrir 17 árum
Það er stór munur á að detta á manninn eða að fá boltan í höndina. Við erum að tala um meters færi og boltanum er einfaldlega þrykkt í hönd Hargreaves, ekkert “óvart” þar á ferð. Boltinn er einfaldlega bara settur í höndina á honum og hann gat aldrei fært hana. Það sem meira er, að þá er höndin það nálægt síðu hans að það með því að dæma vítaspyrnu þarna hefði verið að refsa Hargreaves fyrir það eitt að vera með hendur því að einhversstaðar þurfa þær að vera.

Re: Arsenal 2 - 2 Manchester United

í Knattspyrna fyrir 17 árum
http://img87.imageshack.us/img87/457/muafoj9.jpg Þetta er það sem að klippan mín sýnir. Höndin er nokkuð nálægt, lykilatriðið er þó að boltanum var einfaldlega dúndrað í handlegginn á honum. Aldrei vítaspyrna þarna.

Re: Arsenal 2 - 2 Manchester United

í Knattspyrna fyrir 17 árum
Höndin var einfaldlega niðri, meðfram síðu hans. Ekkert sem hann gat gert, enda kom skotið ekki meira en 1-1.5 metra frá þannig að hann fékk boltann einfaldlega í sig, hefði hvorki getað forðað henni frá né slegið boltann viljandi. Það að boltinn fór í höndina á honum hafði þó vissulega áhrif á stefnu boltans en það hefði verið strangt að dæma víti.

Re: Lítill penningur í leikmana kaup

í Manager leikir fyrir 17 árum
Öss, hvernig gat ég gleymt honum :P

Re: Galli?

í Manager leikir fyrir 17 árum
Semsagt ólöglega? Iss… Þú ættir að skammast þín fyrir það eitt að reyna að réttlæta það að niðurhala leiknum af netinu.

Re: Arsenal 2 - 2 Manchester United

í Knattspyrna fyrir 17 árum
Einmitt… Bara spyrja.

Re: Hvað er að gerast !!

í Sorp fyrir 17 árum
gaur ert'eikka' noob? talr ekk í síma meðan marr stendur við massa hátalara.

Re: Hvað er að gerast !!

í Sorp fyrir 17 árum
HAHAHAHAhAHAHAHAHAHA! ÞESSI VAR FRÁBÆR! HAHA :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok