Þessi saga er eftir mig og félaga minn, Sigurð Má Hannesson. ,,Ég þoli þetta ekki mikið lengur. Sorgin er óumberanleg.” Valtýr sat einn á bekk í Miðbænum með tárin í augunum og hugsaði. Hann hafði verið á rölti alla nóttina eftir áfallið. Stígvélin hans voru moldug og slitin eftir langa göngu. ,,Þau eru farin,” hugsaði hann með sér og kastaði frá sér logandi eldspýtunni. Venjulega var hann ekki mikill reykingarmaður en núna skiptu venjulegu gildin ekki lengur máli, ekkert var raunverulegt...