Ja hérna, var að koma af vellinum. Íslandsmeistarar FH sigrðuðu nördana, eins og við mátti búast… En ég held að flestir höfðu kannski búist við meira. Já, ok, þeir voru færri.. Nördarnir fengu hjálp en samt :D KF Nörd tókst að skora 5 mörk og þvílík fagnaðarlæti :D Sjálfur var ég þarna til að styðja við Nördana og var eins og mitt eigið lið væri að skora þegar þeir gerðu það :) Ágætis stemning og… tja, áhugavert að sjá þessa kappa spila :P