Núna þegar báðar hljómsveitirnar sem spruttu úr rústum hinnar frábæru hljómsveitar At The Drive-In, Sparta og The Mars Volta eru búnar að gefa út EP plötur, þá byrjar pælingin: hverjir eru betri? Sparta gaf nýlega út EP plötuna Austere, sem inniheldur meðal annars lagið “Mye”, sem hefur heyrst þó nokkuð í útvarpi hér á landi og er hörkufínt lag. Sparta eru meira líkir ATDI heldur en Mars Volta, sem gáfu út diskinn Tremulant EP fyrir stuttu. Sparta heldur ennþá í hefðbundið rokk og ról,...