Váááá mér líður eins og ég sé að lesa kork eftir sjálfan mig á 19 ára aldrinum :D Þú ert í NÁKVÆMLEGA sömu stöðu og ég var einusinni, þannig að ekki örvænta, lífið á eftir að verða betra. Þú ert meðvitaður um þessa stöðu sem þú ert í núna og vilt komast úr henni, og það mun gerast hægt og hægt(nú er allavega hálfur sigurinn unninn: að reyna að breyta þessu). Þú ert nú bara heppinn að vera bara 15 ára að fatta þetta. Ég fékk mína fyrstu kærustu 21 árs :D Og ekki var mikið annað búið að gerast...