Já gott að heyra að þú hefur yfirstigið óttann. En ég er líka með mína eigin reynslusögu til að deila með ykkur. Fyrir 10 árum þegar ég var á leið minni að bílnum frá Kringlunni komu 3 múrsteinar og börðu mig og rændu veskinu mínu. Ég, hraustur ungur maður, sem átti allt lífið framundan, var mínútu síðar liggjandi grátandi í blóði mínu í götunni. Svo léttilega rændur allri sjálfsvirðingu og skilinn eftir allslaus. Ég hlaut mikinn sálrænan skaða. Ég gat ekki sofið næsta árið og ég missti allt...