Það eru að vísu rannsóknir(sem ég hef linkað á hérna fyrr í þræðinum) sem benda til þess að þetta eykur líkurnar á geðröskun hjá ungu fólki(upp til 21 árs) á meðan aðrar túlkanir eru þær, eins og þú segir, að tengslin séu öfug. Það að þeir sem eru í áhættuhóp fyrir, leitist frekar í efnin og voru hvort sem er í áhættuhóp. Flestar þeir pappírar sem ég hef lesið eru frá 2004. Lancet gaf hinsvegar út pappíra 2007 þar sem þeir skoðuðu 35 mismunandi rannsóknir og tæplega 5 þúsund references þar...