Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TestType
TestType Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
442 stig

Re: Nóg af leikjatölvum!!

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þegar margir aðilar eru að þróa og framleiða sama hlutinn kemur samkeppni inn í jöfnuna. Og þegar samkeppni er fyrir hendi verða öll þróun og tækniframfarir alveg óóóóóóendanlega hraðari. Ef að örgjörvastríðið milli Intel og AMD væri ekki og AMD hefði lognast útaf eins og þeir voru næstum búnir að gera þá værum við rétta að skríða upp í eins gígariða örgjörvana núna og þeir myndu eflaust kosta 100.000+ krónur! Spáðu í málinu maður. Þú hlýtur að sjá að það er sama niðurstaða sama hvort þú ert...

Re: Smá aðstoð takk!!

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þess vegna er góð regla að copy/paste-a alltaf greinarnar sínar í texta skjal áður en maður sendir þær, það getur alltaf einhver error komið upp eða nettengingin þín rofnað eða eitthvað annað ófyrirsjáanlegt vandamál og þá er greinin þín bara glötuð að eilífu. Auk þess hefur það komið fyrir mig að ég marg-sendi inn grein og ekkert gerðist og adminarnir könnuðust ekki einu sinni við að hafa fengið neitt, hefur líklega verið eitthvað vandamál með account-inn minn hérna á huga. Þannig að alltaf...

Re: Freeloader á leiðinni

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Reyndar er þetta <b>eina</b> leiðin fyrir ykkur til þess að spila leiki þar sem það er ekki hægt að ‘chippa’ Evrópsku tölvurnar til að gera eitt eða neitt (reyndar er ekki hægt að chippa neina GC tölvu, heldur lóða saman takka við draslið, ekkert chip sem kemur við sögu). Það er einungis hægt að mod-a japanskar og bandarískar tölvur til að spila japanska eða bandaríska leiki (m.ö.o. NTSC leiki). Annars eru þetta góðar fréttir fyrir alla Nintendo unnendur (aðallega í Evrópu þó) og gott sjá...

Re: Verð á bíómiðum

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Sammála því, númeruð sæti og í kjölfarið á því annaðhvort að fjarlæga fremstu bekkina í bíósölum eða að rukka minna í þá. Það er alls ekki hægt að bjóða fólki sem hefur keypt miða á fullu verði að sitja á allavega fremstu 4 bekkjunum í flestum sölum. Frekar að selja þá á hálfvirði, en það myndi eflaust ekki virka nema með sætanúmera fyrirkomulagi.

Re: Verð á bíómiðum

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hafið þið nokkurn tíman séð bíómiða lækka?? Ég hef aldrei orðið vitni að því. Og eins mikið og mér finnst það ósanngjarnt að þeir skuli ekki gera það er ég næstum handviss að miðaverð í bíó muni aldrei nokkurn tíman lækka. Ég held líka að við neytendur séum frekar vanmáttugir í þessu máli, kvikmyndahús eigendur eru gráðugir og vilja ekki lækka og það eina sem fólk gæti gert væri að hætta að fara í bíó til þess að mótmæla. Sem gæti lækkað verðið til þess að laða fólk að aftur en það gæti...

Re: Everquest Online

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Jamm ég skil það er líklega rétt hjá þér. Bögga oft fólk yfir svona smáatriðum :)

Re: Polaroid 600

í Ljósmyndun fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Af hverju viltu vita hvort að einhver annar eigi þannig vél?

Re: Canon Powershot A200

í Ljósmyndun fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hún virðist vera allt í lagi. Veltur náttúrulega allt á því í hvað þú ætlar að nota hana, hún virðist vera algjörlega auto þannig að ætla fikta eitthvað með hana eða hafa nákvæma stjórn á því hvernig myndirnar koma út er útilokað. Varðandi batteríin ættu þau að virka eins og í sögu. Flest fólk sem kaupir sér myndavélar sem taka AA batterí veit ekkert hvað það er að gera. Margir kaupa sér bara venjuleg hleðslubatterí á meðan enn aðrir nota bara venjuleg batterí. Ef þú gerir það ertu nú enga...

Re: Everquest Online

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hmmm….. Everquest er að 4-5 ára gamall leikur á PC. Ég geri þá ráð fyrir að þú sért að tala um Everquest Online <b>Adventures</b> (sem btw ég vissi ekki að væri til fyrren ég kíkti á heimasíðu leiksins). Annars kemur einhver PS2 guru og svarar þessari spurningu fyrir þig.

Re: Hefurðu áhuga á klúbbatónlist ?

í Tilveran fyrir 21 árum, 9 mánuðum
<a href="http://www.hugi.is/raftonlist">Betra.</a

Re: HTML skipun

í Tilveran fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Já þú meinar þannig, það er nú ekki hægt að skilja það á upprunalega póstinum þínum að þú ættir við að þú vildir setja upp myndir á síðunni þinni sem eru host-aðar annars staðar. Annars ætti <a href="http://www.hugi.is/info">þessi síða</a> að hjálpa þér, skoðaðu myndaskipanirnar á henni.

Re: Disney

í Tilveran fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Frekar almennt teiknimyndaáhugamál en eitthvað algjörlega einskorðað við Disney.

Re: HTML skipun

í Tilveran fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það eru nú bara skal ég segja þér engar html skipanir á kasmír síðunum, þetta er bara eitthvað skipanakerfi algjörlega bundið við kasmír síðurnar. Annars eru leiðbeiningar við öllu á síðunni sjálfri og þetta er nú flest alveg ofureinfalt. Auk þess ætti þetta ekki að vera í Hjálp korkinum?

Re: Alien Safnið 9 diskar!!!!!!

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Humm, líklega stal hann þessu nú bara frá þér.

Re: HTML skipun

í Tilveran fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Á…….síðunni?? Hvaða síðu ertu eiginlega að tala um drengur????

Re: hvaða harðir diskar virka í xbox

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég hugsa að þér farnist betur við að leita svara á dedicated X-Box message board-um. Það eru yfirleitt haldbærarir og skjótari svör að finna þar heldur en hér á huga.is þar sem margir eru að giska út í loftið án þess að vita mikið um málið. Farðu bara á eitthvað x-box forum, það eru örugglega margir búnir að ganga í gegnum þetta ferli og eflaust ennþá fleiri sem hafa einhvern tíman spurt um þetta. Þannig að það er í raun bara nóg fyrir þig að gera search á einhverju board-i.

Re: Star Wars Episode 7-9????

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Kvikmyndaleg virðing”?? Hvað með það þó að Star Trek myndirnar haldi áfram endalaust? Þær eru og hafa aldrei verið ein heilstæð saga eða bálkur og því algjörlega ástæðulaust að vera eitthvað að takmarka myndirnar, þær eru algjörlega sjálfstæðar (fyrir utan 3 & 4). Star Wars er heilstæð saga um ákveðnar persónur og þeirra líf. Star Trek er það ekki. “Kvikmyndaleg virðing” kemur ekkert þar við sögu.

Re: Þetta er pínku sniðugt

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Bíddu…..Hvernig tengjast gamlir geim lego kallar Star Wars??? Þetta er ekki einu sinni Star Wars Lego, og þetta er heldur ekki Lego sem á að vera Star Wars samanber byggðu flaugarnar sem eru ekki úr Star Wars heiminum. Á þetta heima hérna? Hvað er svona sniðugt við þetta??

Re: [ATH!] Áríðandi [ATH!]

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hvað með að breyta bara leikjakorknum í almennt um leikjatölvur?

Re: Nasismi bannaður?

í Tilveran fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Já og hvað varð um greinina um nasista og dulspeki sem var á sögu-áhugamálinu? Ég er enginn nasisti og er á móti fordómum af öllu tagi en þetta var áhugaverð grein engu að síður.

Re: koma með huga á wap formi

í Tilveran fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Wap var dautt áður en það kom út. Svipað og MiniDisc format-ið. Bara enn ein tæknin á digital ruslahaugnum.

Re: US GC....áhugi?

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Enginn annar sem hefur áhuga? Ég er að hugsa um að leggja bara peninga í nýja tölvu einhvern tíman á næstu dögum og vona bara að hin skili sér ekki og ég fái endurgreitt. Ef ég fæ tvær þá mun ég að sjálfsögðu pósta aftur auglýsingu á sölu-korkinum, þ.e.a.s. ef Sphere hefur misst áhugann :þ

Re: GTA: Vice City PC???

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Tjah, að utanskildum mission-unum sem maður þurfti að nota aim-ið til þess að hitta fólk í fjarlægð. Man eftir mission-i þar sem ég átti að drepa einhverja 5 eða 10 náunga sem stóðu uppá húsi, þeir voru allir að skjóta á mig og ég átti einhvern veginn að takast að hitta þá en hreyfing var svo hröð með fjarstýringunni og ónákvæm að mér gat aldrei tekist þetta. Reyndi við þetta allavega 5 sinnum og ég gat aldrei klárað þetta mission á PS2. Á PC er þetta eins og að drekka vatn.

Re: Nóg af leikjatölvum!!

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hahahaha góður RoyalFool!

Re: ?

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það er reyndar nokkrum takmörkunum háð. Tók þessar upplýsingar frá InSanE af öðrum korki: PS2 leikur þú notar PS2 MC PSX leikur þú notar PSX MC (óháð því hvort þú ert í ps2 eða psx) Ef þú ert að spila PSX leiki í PS2 þá notaru PSX MC fyrir PSX leiki Ef þú ert að spila PS2 leiki í PS2 þá notaru PS2 MC fyrir PS2 leiki PS2 MC virkar ekki með PSX leikjum, þá hvorki í PS2 eða PSX vélunum PSX MC virkar ekki með PS2 leikjum
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok