Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TestType
TestType Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
442 stig

Re: Að kaupa eða kaupa ekki....

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég þakka hrósið, en ég þurfti nú að bögga þig dáldið til að komast að toll álagningu á leikjatölvum (þó ég væri nú ekki alveg reiðubúinn að sætta mig við hana og hringdi upp í toll).

Re: Hver er best??

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þurs er íslenska orðið yfir ‘troll’. Trolls eru einstaklingar sem finnst gaman að stofna til rifrilda og vera leiðinlegir við aðra. Oft stofna þursar topic á spjallborðum til þess eins að gera fólk reitt og fá alla upp á móti sér, svo hlæja þeir að öllum látunum fyrir framan tölvuskjáinn sinn. Svo eru líka þursar sem eru ömurlegir og stofna til rifrilda án þess að vera grín í huga eins og peace4all sálugi. Ekki veit ég þó hvort gaurinn hafi verið að grínast eða ekki en það virtist ekki vera...

Re: Að kaupa eða kaupa ekki....

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
MaD, prófaðu þessa síðu <a href="http://www.dragon.ca">www.dragon.ca</a>, þeir eru með 15% afslátt af <b>öllu</b> eins og er, hægt að gera hagstæð kaup þar og þeir eru ekki slow eins og dvdboxoffice. Getur fengið svartan kubb þarna og tvo leiki á 28.000 krónur. Og Roggi, ég vil ekki eyðileggja vonir þínar en það virðist allt benda til þess að Freeloader muni aldrei koma út.

Re: Að kaupa eða kaupa ekki....

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Tjah, þetta er nú reyndar ekki alveg svona hagstætt góurinn…. Treystu mér, ég fór í gegnum þetta ferli að finna góðan stað til að kaupa mér bandarískan kubb. Ok, þessi pakki kostar tæpleg CA$396. Þú mátt búast við svona <b>algjörlega lágmark</b> CA$50 í sendingarkostnað (mér finnst samt CA$100 vera nær lagi) því eins og þú kannski veist er EKKI free shipping á svona stóru hardware-i hjá þeim. Ok, 396+50 = CA$446 -> 446*52= 23192 kr. Við þetta þarftu svo að bæta tolli og virðisaukaskatti. 10%...

Re: medieval total war= BESTI LEIKUR Í HEIMI!!!!!

í Tölvuleikir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég er Japan fan dauðans þannig að ég neyðist líka til að vera ósammála þér. Er meira spenntur fyrir að stjórna japönskum styrjöldum en Evrópskum miðaldastyrjöldum :) Hef þó prófað hvorugan leikinn en ætla mér að bæta úr því í framtíðinni.

Re: Hokt i suma GC leiki

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Af hverju skrifarðu ekki séríslenska stafi og kommur? Gerðu það fyrir mig drengur, mér er sama þó þú sért lengur að skrifa þannig, það munar nánast engu og það er einstaklega pirrandi að lesa textann hjá þér.

Re: medieval total war= BESTI LEIKUR Í HEIMI!!!!!

í Tölvuleikir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hef lengi langað að prófa Total War leikina, virðast vera algjör snilld. Það var review í undirtónum af Medieval og sá sem skrifaði dóminn sagði ‘að flestir myndu sleppa real-time bardaga hlutanum og láta tölvuna sjá um hann þar sem hann væri tímafrekur og ekki mjög skemmtilegur’!!! Hafið þið heyrt annað eins?? Þetta er aðalhluti leiksins og það sem flestir leikjagagnrýnendur leggja áherslu á í dómum sínum. Sjálfur er ég áskrifandi að tölvuleikjablaði og þeir eyddu sáralitlu í turn-based...

Re: Það þarf EKKI fasta IP

í Tilveran fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Af hverju fékkstu þér þá fasta IP tölu?

Re: MEGATON tylkinning Ormsson og jonkorn/Aage

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þetta með megaton var nú bara í gríni :) En þið vitið vonandi að það hefur komið í ljós hvað Megaton er, það er tölvuleikur gerður eftir mjög vinsælu comic-strip (manga-strip?) í japönsku tölvuleikjablaði. Ekki það sem fólk bjóst við en stórar fréttir fyrir margann Japanann ;) Þið athugið það að það kom aldrei neitt official frá Nintendo að þeir væru að fara að tilkynna eitthvað, þetta var allt hype byggt á einhverju mjög óljósu sem einhver Nintendo fulltrúi sagði eitt sinn. Nintendo eru svo...

Re: MEGATON tylkinning Ormsson og jonkorn/Aage

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
AAARGH! Þið verðið að afsaka afar ljóta stafsetningarvillu í titli þessa pósts. Þetta átti að sjálfsögðu að vera t<b>i</b>lk<b>y</b>nning en ekki t<b>y</b>lk<b>i</b>nning.

Re: Um scart i GC

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ekkert mál. Að mínu mati er kapallinn þess virði. Ef þú talar við gaurana í BT eða Bræðrunum Ormsson leyfa þeir þér eflaust að prófa muninn first-hand, þ.e.a.s. þeir myndu ná í GC tölvu og nota snúrurnar sem fylgja með og scart tengi og leyfa þér bara að svissa á milli. Þannig ættirðu að geta ákveðið hvort þér finns hann þess virði þó svo að það fari eflaust líka eftir sjónvörpum. Ef þeir nenna ekkert að standa í því á hvorugum staðnum eru þeir bara með lélega þjónustu. Mundu svo að prófa...

Re: Um scart i GC

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það ætti að vera geðveikur munur. Prófaðu bara að skipta á milli composite RCA snúru og scart tengi á DVD spilara (ef þú átt). Þú sérð mikinn myndgæða mun. Auk þess eru lita-space-ið og myndgæðin meira þjöppuð í gegnum composite snúrur því þær eru svo gamall staðall og getur ekki borið mikið af gögnum.

Re: Phantom, framtíð leikjatölva?

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hmmm…. Þeir ætla sér að dreifa leikjunum bara í gegnum netið?!? Veit nú ekki hvort að það eigi eftir að ganga hjá þeim. Ég gat allavega ekki skilið þetta öðruvísi, ekkert drif fyrir leiki, kaupir bara eða leigir leiki í gegnum netið og downloadar þeim þar. Einum of futuristic til að virka akkúrat núna, að mínu mati allavega.

Re: Það þarf EKKI fasta IP

í Tilveran fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Bzzhar… Þetta er kjaftæði. Eins og izelord sagði þá er maður misheppinn. Fyrst þegar ég fékk ADSL þá gat allavega tekið á móti í gegnum irc en svo rofnaði sambandið eftir stutta stund alltaf. Það er mismunandi hversu stöðugar IP tölurnar eru og hvort þær haldi sambandinu. Og talandi um 56k módem….Ég veit allt um það sjálfur en sjáðu til, ADSL virkar allt allt allt öðruvísi og þú getur ekki sagt að bara vegna þess að DCC send virkaði á því að þá bara náttúrulega virki það líka í ADSL. Það er...

Re: Dc++ og Irc

í Tilveran fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Föst IP tala er nauðsynleg fyrir flutning í gegnum irc-ið en ég stóð í þeirri trú að hún væri óþörf fyrir gagnaflutning yfir dc++. Annars hef ég enga reynslu af því.

Re: Rafmagnið fór af og við möluðum Ástrala!

í Handbolti fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Lýsandinn (Samúel Örn) reytti af sér brandarana yfir leiknum! Best fannst mér grínið með öldurnar ;)

Re: netpróf!

í Tilveran fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þoli ekki svona próf…

Re: Jæja...

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Super Smash Brothers: Meele!

Re: Hitman

í Hugi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Leikir myndi ég frekar segja. Man t.d. ekki eftir því að Hitman 1 hafi komið út á neina leikjatölvu.

Re: Spurning um Link i ZWW

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já, ég er 110% viss. Miðað við allt sem ég hef lesið um þennan leik og allar umræðurnar sem ég hef fylgst með hjá fólki sem á japönsku útgáfuna þá er ég nokkuð öruggur á því að einhversstaðar hefði einhver átt að minnast á að maður getur orðið stór í Wind Waker ef það væri hægt. En það er ekki þannig. Og af hverju í ósköpunum ætti það að vera hægt?? Það var bara hægt í OoT og engum öðrum Zelda leik. Það var bara hluti af uppbyggingunni og töfrunum við þann Zelda leik og gerði hann sérstakan....

Re: Animatrix

í Anime og manga fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Madhouse er feiknagott stúdíó! Þeirra þættir ættu allavega að vera top-notch í visuals geiranum. Hlakka til að sjá þetta.

Re: Spurning um Link i ZWW

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Nei, hann mun ekki stækka í Wind Waker. Velkominn á leikjatölvuáhugamálið og mundu framvegis að nota Zelda korkinn undir spjall og spurningar um Zelda.

Re: Ég HATA Juwanna Mann!!!!!

í Tilveran fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég játa fúslega mistök mín og þakka ábendinguna.

Re: Uzumaki

í Anime og manga fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Var að lesa fyrstu bókina fyrir nokkrum dögum síðan! Þetta er frábært efni, fyrsta skiptið sem ég hef orðið stressaður við að lesa myndasögu!! (þá er ég að tala um myndina af líkamanum á veggnum hjá lækninum, ég var bara: NEEEEEI!!! Passið ykkur!!)

Re: Jennifer Love Hewitt

í Fræga fólkið fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Sá hana í Heartbreakers í gær og fannst hún bara standa sig vel þar. Hún var líka ekkert smá hot í henni…..úff!!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok