Ég styð það af fullum hug að fólk horfi á fræðslumyndir um hvað sem er en að horfa á þær með gagnrýnu auga, þ.e. ekki trúa öllu sem er í hverri mynd fyrir sig. Zeitgeist er að mörgu leyti fín mynd sem bendir fólki á fullt af hlutum sem það vissi kannski ekki fyrir og leitar þá vonandi meiri upplýsinga um það mál en zeitgeist t.d. má alls ekki taka al-alvarlega, fyrsti hlutinn er bara djók og af þeim ástæðum ákveða margir að allt í myndinni sé bull. Í þeirri mynd er þó vitnað í gömlu myndina...