Ég setti upp 64bit útgáfuna af Win 7 RC og það virkar eins og í sögu. Eina forritið sem er með leiðindi er Daemon Tools en það eru til staðgenglar fyrir það. Allir leikir sem ég hef reynt hafa virkað þ.á.m. COD 4 og WAW, GTA IV, San Andreas, báðir Crysis leikirnir, Far Cry 2, Fifa 09, báðir Max Payne og margir fleiri. Mæli hiklaust með þessu.