Fullt af þeim til. Ég veit um Emesene, aMSN og Mercury Messenger. Veit ekki hverjum þeirra er hægt að mæla með samt, þar sem ég hef ekki prófað neinn þeirra. Ég veit bara að vinkona mín sem notar Emesene á Ubuntu lendir oft í vandræðum með hann (allir virðast vera offline, getur ekki talað við neinn) og önnur sem notar aMSN á Windows lendir ekki í neinum vandræðum svo ég viti. Kíktu samt á svarið mitt í hinum þræðinum þínum fyrst, það á alveg að vera hægt að henda út 9 og ná í 8. Bætt við...