Tveir veggir bláir, tveir hvítir. Hundraðogtuttugusentímetra breitt rúm, skrifborð með tölvu og hrúgu af drasli, geisladiskastandur á gólfinu og fleiri í hilluskáp (alls um 60 diskar) sem er samt að mestu fullur af alls kyns bókum og drasli, fataskápur, lítil sjónvarpshilla með sjónvarpi, DVD tæki og DVD myndum undir. Á einum veggnum er tafla með teiknibólum sem í hanga verðlaunapeningar fyrir ólympískar skylmingar. Ofin motta á gólfinu við dyrnar, skrifstofustóll við skrifborðið. Ég á ennþá...