Takk fyrir leikinn. Þér er fyrirgefið af minni hálfu fyrir þau mistök sem þú gerðir í dómgæslunni - kemur fyrir besta fólk ;) Ég reyni að vera eins skýr og ég get í lýsingum og reglunotkun en það kemur auðvitað fyrir að eitthvað gleymist, sérstaklega þegar maður er vanur spilahóp sem notar reglur eftir hentugleika og slatta af húsreglum ofaná það, heh. Varðandi þetta með spjótið, jú, ég tók það ekki fram að ég héldi á því, en það þarf venjulega bara eina lausa hendi til að kasta göldrum svo...