Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Swiiiiiing
Swiiiiiing Notandi frá fornöld Karlmaður
628 stig
Áhugamál: Djammið, Danstónlist

Re: Enn einu sinni hafði þið rangt fyrir ykkur...

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég þakka málefnalegan málatilbúnað vortex.

Re: Enn einu sinni hafði þið rangt fyrir ykkur...

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Kemur moggalýgin aftur. Ef fréttirnar hennta ekki vinstri mönnum þá eru þær bara lygi. Fólk er bara svo blindað af Bush hatri að það sér ekki neitt annað. Að halda því fram að Hitler hafi verið hægri maður, eitthvað í líkingu við frjálshyggjumenn er auðvitað gjörsamlega út í hött. Hann stóð fyrir allt annað en frelsi. Ég þarf ekki að dusta rykið af sögubókunum, hér eru þó greinilega margir sem þurfa að gera það. Verð þó að segja að það er alltaf gaman að koma af stað heitum umræðum hérna.

Re: Enn einu sinni hafði þið rangt fyrir ykkur...

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Kemur þetta með heilaþvottinn… Þegar allt þrýtur þá er það bara “þú ert heilaþveginn af bandaríkjunum.” Í þessu máli hefur bara vaðið uppi heimska og endalausar rangar fullyrðingar. Nú er annað komið í ljós. Það væri mjög gaman að safna saman nokkrum “best of” úr umræðunni hérna fyrir og í byrjun stríðs. Sjá alla vitleysuna í retrospect.

Re: Enn einu sinni hafði þið rangt fyrir ykkur...

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hefurðu eitthvað skoðað hvað er að gerast í Kúbu? Þar er ekki málfrelsi, ferðafrelsi eða nokkuð annað frelsi annað en frelsi til að vera fátækur. Svo maður tali nú ekki um alla sem eru á annarri skoðun en hann og eru í fangelsi eða horfnir. Síðast í þessari viku voru 3 stjórnarandstæðingar að fá 20-30 ára dóma í lokuðum réttarhöldum. En af því hann er sætur kall með vindil þá er það auðvitað í lagi er það ekki?

Re: Enn einu sinni hafði þið rangt fyrir ykkur...

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Og aðeins um olíu. Hver hérna er svo góður að geta komist af án olíu. Efnahagskerfi heimsins (þar með talið mennta- og heilbrigiðiskerfið okkar) byggir algjörlega á stöðugu framboði á olíu. Auðvitað ganga menn ansi langt til að tryggja þetta framboð, allt okkar líf (ekki bara bandaríkjamann, OKKAR LÍF) byggist á þvi. Það er ekki eins of fiskiskipin okkar gangi fyrir lofti. Það væri gaman að sjá ykkur mótmæla þessu ef við værum hér að deyja úr hungri vegna olíuskorts.

Re: Enn einu sinni hafði þið rangt fyrir ykkur...

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hugsið þið áður en þið talið. Socialismi er rangur, það er búið að sanna það jafn vel og að jörðin er kringlótt. Það er eins og þið getið aldrei tengt saman orsök og afleiðingu. Íraksmálið er gott dæmi um það. Vinstri stefna (aka. socialismi) byggist á draumsýn um heim sem er ekki til. Mannkynssagan hefur nú þegar dæmt ykkur. Ef þið efist þá mæli ég með flutningi til Kúbu eða Kína, eða jafnvel bara Þýskalands og þar getið þið upplifað draumaheiminn. Allt kalda stríðið töluðu vinstri menn um...

Re: Enn einu sinni hafði þið rangt fyrir ykkur...

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
og… ef forfeður þínir hefðu verið á móti stríði undir öllum kringustæðum þá byggir þú ekki við lýðræði í dag. Það þurfti að berjast fyrir því. Innan við 15% heimsins er með kosningarétt, lýðræði er ekki sjálfsagður hlutur. Ég mundi halda að Írak hafi verið neyðarúrræði. Það var búið að reyna allt annað í 12 ár.

Re: Enn einu sinni hafði þið rangt fyrir ykkur...

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hitler var þjóðernis-socialisti. S.s. þjóðernissinnaður vinstri maður. Hann stóð fyrir mikilli ríkisvæðingu og ægivaldi ríkisins. Það er ekki hægri stefna… Vinstri menn á Íslandi studdu hann í upphafi stríðs.

Re: Kemur Dave Clarke..?

í Danstónlist fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Hann kemur 23. apríl. Síðan eru MJÖG stórar fréttir væntanlegar frá ElektroLux fljótlega.

Re: MARCO ZAFFARANO

í Danstónlist fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég sé ekki betur en að það komi hér einhver trance snúður orðið hverja einustu helgi og alltaf floppar þetta eða rétt sleppur… Hvaða vitleysa er eiginlega í gangi? Ég hugsa að næsta slagorð ElektroLux verði… ElektroLux - plötusnúðar sem þú hefur heyrt minnst á áður

Re: Hvað með Íslendingana

í Danstónlist fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Shamen. Það er komin tími á einhvern annan. Thomsen mundi ekki ganga í dag, umhverfið er annað. Það þarf einhvern með nýjar nálganir og ferskar hugmyndir. Minn tími mun ekki koma, hann er búinn ,)

Re: Samræmd stúdentspróf -eitt heitasta kosningamálið?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Skil ekki alveg hvað þú ert að segja. Þetta snýst um ekki bara um skólana. Heldur hvern nemanda fyrir sig. Þetta er víst svona eins og ég talaði um í háskólunum. Þekki vel til í a.m.k. tveimur þeirra. Þeir meta einkunnir mismunandi eftir skólum, það kemur niður á duglegum nemendum í síðri skólum. Samræmd próf eru þess vegna sjálfsögð og mannréttindi fyrir nemendur. Auk þess að þau munu líka koma á samkeppni milli skóla sem er ekkert nema gott. Samkeppni er alltaf góð.

Re: Samræmd stúdentspróf -eitt heitasta kosningamálið?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég er farin að halda að framhaldsskólanemar séu ekki að skilja þetta mál. Það er gífurlegt jafnréttismál fyrir alla framhaldsskólanema að eiga jafnan möguleika að komast inní háskóla. Eins og þetta er núna þá er deilt í einkunnir nemenda úr þeim skólum sem háskólarnir telja vera síðri til að setja þá á sama plan og einkunnir þeirra sem þeir telja vera úr betri skólum. Þetta verður til þess að einkun úr sumum fjölbrautarskóla uppá 8.5 er metin eins og 7.0 úr MR eða Verzló. Þetta verður til...

Re: Hvað með Íslendingana

í Danstónlist fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Já… ef þetta væri svona auðvelt. Ég vildi óska þess að fólk mætti hundruðum saman á atburði með íslenskum plötusnúðum. Því miður er það ekki svoleiðis, það virðist þurfa stórt erlent nafn til að fylla stóra kofa. Það hversu margir mæta virðist ekki heldur hafa neitt með það að gera hversu “góður” plötusnúðurinn er. Það snýst allt um hversu “frægur” hann er. íslensku snúðarnir færu létt með þetta og mundu líklega gera betur en flestir útlendingar. ergo. Við þurfum að vera opnari að mæta þegar...

Re: BNA & Tilviljanir: Greindarvísitölupróf

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
…og þar með svaraðirðu sjálfum þér. Þú sérð ekki staðreyndir málsins af því þú þolir ekki sendiboðann… Stríðið er ekki ólöglegt. Það er á hreinu, írak stóð ekki við vopnahléssamningana og þar með standa þeir ekki lengur. Allur þessi process er pólitískur. Við lifum í einhverri póst-modernískri sápukúlu eins og lítil börn sem halda að allir í heiminum séu góðir, eða viljum að minnsta kosti halda það. Það bara er ekki þannig, því miður. Stundum þarf bara að gera leiðinlega hluti til að koma illsku frá.

Re: BNA & Tilviljanir: Greindarvísitölupróf

í Deiglan fyrir 21 árum, 8 mánuðum
1. Allar staðreyndirnar þarna eru tóm þvæla 2. við búum hér við velferð og ekki undir annaðhvort kommúnistum eða nasistum þökk sé bandaríkjunum. 3. Líf ykkar byggist á að framboð sé á olíu. Án hennar kæmust við ekki millli staða, matur kæmist ekki til landsins og fiskiskipin gætu ekki fiskað. Olía er undirstaða lífsgæða á íslandi. 4. Ergo. Að þýkjast vera yfir það hafin að þurfa olíu og láta eins og hún sé einkamál bandaríkjaforseta er eins og að borða kjöt en vera á móti því að drepa dýr....

Re: Síminn GSM og FM957 flytja inn Scooter

í Danstónlist fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það getur ekki verið. FM og síminn eru sponsorar. Ásgeir Kolbeins, nú- eða fyrrverandi útvarpsmaður stendur að þessu…

Re: MYNDIN!!!

í Danstónlist fyrir 21 árum, 8 mánuðum
einu get ég lofað þér. það verða ekki 5000 manns þarna ;)

Re: MYNDIN!!!

í Danstónlist fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Með réttu ætti auðvitað að standa þarna “Scooter er ömurlegasti tónlistarmaður(menn) mannkynssögunnar!!” og í guðanabænum farið með scooter umræður yfir í popp áhugamálið þar sem þetta á heima.

Re: 1 Dagur

í Djammið fyrir 21 árum, 9 mánuðum
þú verður bara að vaða á'ann… ;)

Re: 1 Dagur

í Djammið fyrir 21 árum, 9 mánuðum
já, hann er á lausu ;) og hlakkar til að hitta íslensku stelpurnar….

Re: 1 Dagur

í Djammið fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það er 20 ára aldurstakmark. Joshinn er mættur, fer í dag út á land að njóta náttúrunnar og tekur annað kvöld með trompi. Hlakkar mikið til…

Re: Raftónlistadjammkvöldin ( hjá dreamworld og fleirum)

í Djammið fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það eru tvær ástæður: - Skemmtistaðirnir vilja helst ekki láta laugardagskvöld í þetta. - Það kostar meira að fá plötusnúðana á laugardagskvöldi.

Re: Forsætisráðherra búinn til í fjölmiðlun?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þú vilt s.s. ekki að við hafa kapitalisma? Hvað þá, socialisma? Tekjuskattur er ekki með því hæsta sem gerist í vesturlöndum, langt frá því reyndar. Það eru neysluskattar aftur á móti og þess vegna (fyrir utan augljósan flutningskostnað) er matur svona dýr hér. Alveg er ég sammála því að þetta á að lækka, helst stórlega. Til þess að það sé hægt þurfti að treysta undirstöður efnahagskerfisins og núna loksins er þetta að verða möguleiki. Það er alveg á hreinu að það munu vinstri flokkarnir...

Re: Forsætisráðherra búinn til í fjölmiðlun?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Sjálfstæðisflokkurinn er búin að vera í stjórn í 12 ár og við höfum aldrei haft eins miklar tekjur. Líka þeir lægstlaunuðustu. Launajöfnuður er næst mestur í evrópu, á eftir Noregi. Hvað ertu eiginlega að tala um? “jöfnuður” í augum vinstri manna þýðir bara að þeir reyna að koma í veg fyrir að einhverjir verði ríkari en aðrir og í leiðinni meiða þeir þá lægst launuðustu mest.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok