Ég verð að segja að ég skil vini þína svosem. Það er ekkert sjálfgefið að fyrirgefa svona og þau álíta þig eflaust bara vitlausa að taka hann aftur. Ég veit ekki hvort ég myndi fyrirgefa þetta….jú eflaust kannski, en ég myndi ekki taka við manneskjunni aftur. Þú telur þig þekkja manneskjuna og svo gerir hún svona…. Þú þekkir fólk aldrei og veist aldrei hvað það er að hugsa innst innst inni. Þú mátt þó eiga það að vera hugrökk….ég myndi ekki taka manneskjuna aftur vegna hræðslu.