Ég man eftir því þegar amma mín dó…..hún var með mjög sérstakan hlátur sem mér fannst ég alltaf heyra í afmælum hjá frændfólki mínu, eftir lát hennar. En aftur á móti, að þá heimsótti ég hana MJÖG oft, enda bjó hún í sama hverfi og ég. Fyrst var skrítið að fara heim til frænku minnar sem bjó í sömu blokk og hún, vitandi það að maður gæti ekki kíkt til ömmu í leiðinni. Ég hef lent í mörgu en að missa ömmu var verst af öllu.